Adam Levine eins og ofdekraður krakki

Þó Adam Levine (40) sé sætur og heillandi virðist hann vera ein mesta díva Hollywood þessa dagana. Hann var í New York á dögunum að kynna The Voice og samkvæmt þeim sem voru á staðnum var fólk að verða ansi þreytt á barnalegri hegðun Adam og frekjulegum skipunum hans.

Hann hagaði sér eins og ofdekraður krakki fyrir framan starfsmenn og aðra dómara. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þetta. Hann er mjög erfiður á tökustað og er enn verri ef hann er að vinna með nýju fólki sem hann vill sýna sig fyrir.

Sjá einnig: Adam Levine þolir ekki Miley Cyrus

Adam mætti ekki á seinni æfingu um daginn því framleiðendurnir nenntu ekki að eiga við hann:

Hann vill vera yfirmaðurinn og honum finnst hann ALLTAF hafa rétt fyrir sér. Í heildina litið var þetta algjör hörmung og það voru margir þarna sem munu aldrei vilja vinna með Adam aftur.

 

SHARE