Barn fær gleraugu og sér mömmu í fyrsta sinn

Louise litla er albíóni, sem merkir að líkama hennar skortir öll litarefni en hún er einnig með skerta sjón, sem oftlega er fylgifiskur albínisma.

Þetta merkir líka að hún hefur aldrei séð móður sína í skýru ljósi, þar sem hún fæddist með skerta sjóngetu. Hér að neðan má sjá þegar Louise litla fékk loks sérhönnuð gleraugu sem hjálpa henni að líta veröldina með öðrum augum, ef svo má að orði komast.

Augnablikið sjálft var fangað á filmu; þegar litla stúlkan fékk loks gleraugu og hér má sjá brosið sem læðist yfir litla andlitið hennar þegar hún fylgir röddu móður sinnar og lítur hana augum í fyrsta sinn – með gleraugun – og sér andlit sinnar eigin móður:

Tengdar greinar:

Kyntáknið Shaun Ross: Fallega ljóti albínóinn frá Bronx

Fallegu albínóarnir á Instagram

Hvernig er að verða blindur? – Myndband

SHARE