Beyoncé gefur heimilislausum 7 milljónir dollara

Beyoncé hlýtur að hafa slegið heimsmet í gjafmildi með síðustu hugdettu sinni og hlýtur að elska heimilislaust fólk. Í það minnsta er eitt á hreinu; söngdívunni er ekki sama um þá sem minna mega sín og sannaði það svo um munar nú fyrir skömmu.

Beyoncé, sem er alin upp í Houston, Texas, lét sig ekki muna um að gefa 7 milljónir Bandaríkjadala (sem samsvarar tæpum 800.000 milljónum íslenskra króna) til byggingu 42 blokkaríbúða fyrir láglaunafólk í heimabæ sínum og hefur þannig lagt sitt af mörkum til að hjálpa heimilislausum og þeim efnaminni, þar með talið einstæðum foreldrum og öryrkjum sem eiga vart til hnífs og skeiðar.

 

Beyoncé-is-Defended-Against-Christian-Critics-by-Longtime-Pastor

Beyooncé og faðir Rudy Rasmus, sem hefur verið prestur stúlkunnar frá barnsaldri

 

Íbúar Houston eru frá sér numdir af þakklæti í garð dívunnar og nýverið lét presturinn Rudy Rasmus, sem fylgt hefur fjölskyldunni eftir um árabil þessi orð falla um stúlkuna sem gaf heimabæ sínum heilt blokkarhverfi svo heimilislausir fengju þak yfir höfuðið:

Hún er alveg ótrúleg manneskja. Hún hefur hjarta úr gulli og hefur reynst okkur framúrskarandi stuðningur við markmiðanálgun okkar og söfnuðinn sjálfan. Tengslanet hennar nær yfir allan hnöttinn og við erum ekki bara stolt af henni heldur er ég einnig því þakklátur að hún er vinur minn.

Með þessu virðist Beyoncé vilja þakka aðdáendum sínum allan stuðninginn við listsköpun hennar og hefur sýnt með þessu ótrúlegt fordæmi sem aðrir mættu fylgja og fara vonandi eftir. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem Beyoncé lætur fé af hendi rakna til heimilislausra, en við gerð myndarinnar Cadillac Records þar sem hún eftirminnilega fetaði í fótspor Eartha Kitt, lét hún öll vinnulaun sín af hendi rakna til að styðja við meðferðaráætlun kvenna sem glímdu við fíkniefnavanda.

Hér má sjá Beyoncé klippa á borðann með Tinu, móður sinni við opnun snyrtiskólans: 

Beyonce+Knowles+Tina+Knowles+Beyonce+Cosmetology+T-hBWIYZP3il

Svo langt gekk Beyoncé í það skiptið að hún fékk móður sína til liðs við sig og settu þær í sameiginingu á laggirnar snyrtiskóla fyrir konurnar á meðferðarstöðinni í þeim tilgangi að kenna þeim iðn, sem gæti nýst þeim þegar út í lífið væri komið að lokinni meðferð.

Snyrtiskóla Beyoncé má skoða HÉR

SHARE