Bonita býður í dekur! – Fagna 10 ára afmæli

Bonita snyrtistofa var stofnuð árið 2006 af Ingu Theódóru Sigurðardóttur, snyrtimeistara og förðunarfræðingi. Nafnið Bonita er tekið úr spænsku og þýðir falleg.  Stofan er staðsett í glæsilegu húsnæði í Hlíðasmára 4 í Kópavogi þar sem hún er í samstarfi við hárgreiðslustofuna Yellow.

Snyrtistofan á 10 ára afmæli um þessar mundir og við höfðum samband við Ingu í tilefni af þessum áfanga: „Við höfum alltaf verið með mjög veglegan afslátt á þessum tíma fyrir okkar viðskiptavini og höldum því áfram. Það er 30% afsláttur af öllum andlitsmeðferðum. Það hefur alltaf verið mjög vinsælt og þess vegna höfum við haldið því.“

tumblr_nzebm2cjKP1uagftmo2_r1_1280

Aðspurð um gengi stofunnar á seinustu árum segir Inga: „Ég var tvítug þegar ég opnaði stofuna og var bara í einu litlu herbergi en hef svo alltaf verið að auka við. Við fluttum svo í húsnæðið sem við erum í núna fyrir um ári síðan og erum þrjár að vinna á stofunni í dag. Viðskiptavinum okkar hefur fjölgað jafnt og þétt en við leggjum mikið upp úr góðri þjónustu.“

Bonita snyrtistofa er nú fyrsta sérhæfða Dermatude snyrtistofan á Íslandi og leggur mikla áherslu á virkar andlitsmeðferðir. „Dermatude er ein virkasta meðferðin sem til er í dag og margir fara í hana frekar en að fara í Botox,“ segir Inga. „Meðferðin hefur slegið í gegn í yfir 40 löndum og er eina meðferðin sem bætir og fegrar húð bæði innan frá og utan frá.“

Notaðar eru sérstakar nálar sem raðgata húðina með hárfínum nálastungum án sársauka. Náttúrulegar varnir líkamanns bregðast við og hefja viðgerðarferli innan frá. Þannig fást tvöföld áhrif gegn öldrun húðarinnar. Húðin verður stinnari og fær aftur fyrri teygjanleika, allar fínar línur og hrukkur verða sléttari, holur í húðinni verða fínlegri, blóðstreymið örvast og ástand húðarinnar verður heilbrigðara. Húðin fær sléttari og fallegri áferð og aukinn ljóma.

Mikið er lagt upp úr því að skapa notalegt umhverfi á stofunni og slökun og vellíðan er höfð í fyrirrúmi. Ég fór á dögunum í Dermatude meðferð hjá Ingu á Bonita og varð ekki fyrir vonbrigðum. Stofan er björt og falleg og vel tekið á móti manni. Andrúmsloftið var róandi og ég náði að slaka svakalega vel á. Eftir Dermatude meðferðina fékk ég svo kælandi og frískandi maska sem ég slakaði á með í 10 mínútur eftir að ég fékk himneskt höfuðnudd. Algjör sæla og ég mun pottþétt fara aftur í þessa meðferð fyrir jól.

Í tilefni af þessum tímamótum Bonita ætla stelpurnar að bjóða einni heppinni konu í Dermatude meðferð hjá þeim. Ef þú vilt eiga séns á að fá að skella þér í þessa frábæru meðferð er það eina sem þú þarft að gera, er að líka við Bonita á Facebook og setja athugasemdina „Bonita já takk“ hér fyrir neðan.

 Við drögum út þann 9. nóvember!

SHARE