Britney Spears segir pabba sínum að „fokka sér“ í afmæliskveðju til hans

Britney Spears (40) sendi pabba sínum, Jamie Spears, sérstaka afmæliskveðju á afmælisdaginn hans í gær. Britney fór á Instagram þar sem hún sagði frá því að hún gæti gert núna eftir að hún fékk sjálfræði sitt til baka, en pabbi hennar lét svipta hana sjálfræði og fjárræði.

„Það er langt síðan ég talaði við pabba minn en ég hef fréttir að færa. Ég hef getað, í fyrsta sinn í langan tíma, fengið peninga úr hraðbanka á þessu ári!!“

Hún bætir svo við: „Ég verð að segja…. að það að vera ekki lengur partur af þræla prógramminu þínu hefur breytt lífi mínu! Og veistu hvað, ég get líka farið í heilsulindir núna!!“ Britney segir að hann hafi ekki leyft henni að fara í heilsulindir af því að hann vildi ekki að hún myndi drekka kaffi, hvernig svo sem það tengist heilsulind.

„Ég er jafningi núna og er svo HAMINGJUSÖM. En allavega, mig langaði bara að senda þér fallega, SÉRSTAKLEGA „Happy fu** you !!!“

Britney sagði frá því á Twitter að henni finndist erfitt til þess að hugsa að þessi sjálfræðissvipting hafi bara verið gerð til þess að vera andstyggileg við hana: „Mér fannst eins og pabbi minn væri að reyna að drepa mig og ég vona að hann brenni í f*** helvíti“ sagði hún í tveggja mínútna hljóðbúti á Twitter.

Britney heldur svo áfram og segir að hún voni að pabbi hennar verði sviptur öllum forréttindum eins og hann gerði við hana. „Ég vonast til að pabbi minn fari á þann stað að bíllinn hans verði tekinn af honum, heimilið hans verði tekið og allt hans einkalíf verði gert opinbert. Að hann verði rannsakaður alla daga frá 8-18, spurður spurninga og fólk komi fram við hann eins og vísindatilraun. Það verði fylgst með því sem hann borðar, enginn sími og hjúkrunarfræðingur horfi á hann í sturtu og þegar hann klæðir sig.“

Heimildir: Page six

Instagram will load in the frontend.

SHARE