Brjálæðið hefst á miðnætti í kvöld!

Brynja Dan stendur fyrir skemmtilegum degi, ár hvert, sem kallaður er „singles day“ eða 11.11. Þessum degi var upphaflega fagnað í Kína og var tileinkaður einhleypum en er, auk þess, í dag einn stærsti tilboðsdagur ársins á internetinu.

„Alibaba startaði þessu á sínum tíma og seldi til dæmis fyrir 30 milljarða dollara í fyrra,“ sagði Brynja í samtali við Hún.is.

Brynja keypti heimasíðuna 1111.is, sem er komin í loftið og þar verður hægt að finna verslanirnar og hvaða afslátt þær bjóða. „Þetta er litla barnið mitt. Ég hoppaði á þennan vagn fyrir 5 árum en er ein að sjá um þetta núna í ár,“ segir þessi fjölhæfa kona sem er yfirleitt með nokkur járn í eldinum á sama tíma.

Nú er heimasíðan komin í loftið og við erum byrjaðar að telja niður til miðnættis í kvöld.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here