Brúðkaupsgjöf á 100 kr? Já takk!

Stundum, þegar ég er í Rauðakrossinum að velja mér efnisvið fyrir næsta föndur, þá get ég ekki annað en hugsað um sögu hlutana. Þetta skurðarbretti til dæmis. Ég keypti það á 100 kr. en það var ennþá upprunarlegi verðmiðinn á því. Það hafði verið keypt í Hagkaup og kostaði þá 31 krónu og 95 aura. Þannig að ég sá sá fyrir mér gömlu konuna, sem keypti þetta og setti ofan í skúffu, til að nota seinna. En seinna kom aldrei og ættingarnir fóru svo með brettið í Rauðakrossinn eftir að hún lést. Og núna er það búið að fá annan tilgang, brúðkaupsgjöf. Viltu vita hvernig ég fór að því?

Ég byrjaði á að mála það grátt, svo fór ég létt yfir það með hvítu þannig að grái liturinn kom í gegn. Ég fann svo þetta flotta letur á netinu, pentaði það út og fór yfir bakhliðina með blýanti. Svo lagði ég blaðið yfir brettið (réttuna upp) og fór yfir útlínunar með blýanti, þannig færðist myndin yfir á brettið.

Svo eyddi ég löngum tíma í að mála og mála og svo málaði ég aðeins meira. Ég notaði sama gráa litinn og ég málaði brettið með upphaflega og mér finnst alltaf betra að hafa frummyndina fyrir framan mig þegar ég er að mála svona. Nöfnin á brúðhjónunum og dagsetningin var hinsvegar með allt of fínu letri fyrir pensilin, þannig að ég notaði tannstöngla (konur verða að kunna að bjarga sér).

Ef þið kíkið á upphafsmyndina þá sjáið þið að ég ætlaði að nota borða, en eftir að myndin var komin á brettið þá fannst mér að bæta við borða hefði verið of mikið. Og ástæðan fyrir enskunni? Einfalt, brjúðhjónin eru ensk :0)

SHARE