Brún Lagterta

Þessi lagterta tekur lagtertur upp á næsta stig. Það er bara þannig. Hún kemur auðvitað frá Ragnheiði á Matarlyst.

Hráefni

250 g púðursykur
250 g smjörlíki við stofuhita
700 g hveiti
3 dl sýróp
2 tsk matarsódi
3 egg
2 tsk negull
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1 msk kakó
2 dl mjólk

Aðferð

Smjörlíki og púðursykur hrært vel saman eða þar til létt og ljóst. Einu eggi í einu bætt út í hrært vel á milli. Því næst er mjólk og sýrópi bætt út í unnið varlega saman í örskamma stund. Í lokin er þurrefnum bætt út í hrært á lágum hraða þar þar til komið er vel saman eða í u.þ.b 1 mín. Kakan er 3 botna. Skiptið deiginu í 3 hluta á bökunarpappír smyrjið jafnt út ég nota rúllutertuform það er passlega stórt og djúpt. Bakið við 180 gráður í u.þ.b 10-15 mín.

Smjörkrem það allra besta

300 g smjörlíki við stofuhita
300 g smjör við stofuhita
660 g flórsykur
2 egg
3 tsk vanilludropar
2-3 msk rjómi

Aðferð

Setjið smjörlíki/smjör, flórsykur, egg og vanilludropa í hrærivélaskálina þeytið saman á miðlungs hraða í 15 til 20 mín, bætið þá rjómanum út í og þeytið áfram í 5 mín. Magn af kremi fer eftir smekk, kremið geymist vel í lokuðu íláti inn í ísskáp ef það er ekki allt sett á lagtertuna. Ég set allraf jarðaberjasultu á mína lagtertu en auðvitað er það val hvers og eins
1 krukka JARÐABERJASULTA magn eftir smekk

Leggið lagtertubotn á stórt fat, eða á bökunarpappír ofan á ofnplötu, smyrjið botninn með jarðaberjasultu, setjið hluta af smjörkreminu ofan á smyrjið út, leggið næsta botn ofaná endurtekið, leggið að lokum 3 botninn ofaná. Gott er að leyfa kökunni að standa yfir nótt eða í nokkra klukkutíma til að láta hana taka á sig, breiðið yfir hana poka eða plastfilmu. Skerið í hæfilega stóra bita og frystið.

SHARE