DIY: Órói til að föndra með yngstu kynslóðinni

Óróar hafa alltaf heillað mig. Þessi órói, frá Lovely Morning, er svo ótrúlega fallegur í einfaldleika sínum og upplagður að búa til með börnunum sínum. Ég man þegar mínir krakkar voru litlir, þá fannst þeim fátt skemmtilegra en að fara í göngutúr „í gull leit“ eins og við kölluðum það.  Yfirleitt komum við hlaðin gulli tilbaka sem við oft á tíðum notuðum í föndur, eins og mamman sem bjó til þennan óróa, hefur gert með sínum börnum.

diy-oroi-fjadrir-2-lovelymorning.com

Uppistaðan í þessum óróa er band og viðarhringur ásamt fundna gullinu úr göngutúrnum.
Svona viðarhringir fást í handavinnuverlsunum og eru notaður við útsaum.
Góða skemmtun!

diy-oroi-fjadrir-1-lovelymorning.com

SHARE