Djúpsteiktir snúðar

”Þetta er eiginlega bara alveg ógeðslega gott sagði amma 85 ára 👌🏽👌🏽👌🏽”

Á orðum ömmu byrjar Ragnheiður hjá Matarlyst þegar hún skellir þessari uppskrift út í alheiminn.

Þessir dásamlegu djúpsteiktu snúðar eru svo sannarlega toppurinn á tilverunni.

Það gerast hreinlega undur og stórmerki þegar deiginu er skellt ofaní pottinn og þeir hjúpast að utan og verða einstaklega crispy og eru lungamjúkir að innan og að sjálfsögðu afar ljúffengir.

Mikið uppáhald hjá þeim fjölmörgu sem hafa gætt sér á.

Sjá meira: karamellu-iskaffi

Snúðar

1400 gr Hveiti ég nota Kornax í bláa pokanum
3 tsk salt
8 tsk þurrger
160 gr sykur
8 dl volgt vatn jafnvel aðeins rúmlega
2 dl olía ég nota isio4

Setjið þurrefni saman í hrærivélarskál og blandið aðeins saman með króknum.
Bætið við vatni og olíu vinnið vel saman með króknum í u.þ.b 5 mín. látið hefast í 30 mín.
Takið deigið úr skálinni skiptið í 2 helminga fletjið út og stráið sykrinum yfir rúllið upp í lengju skerið í hæfilega stóra snúða og látið snúðana síðan hefast í 20 mín jafnvel lengur.

Hitið olíu ca 2 lítrar í potti upp í 175 gráður Mjög mikilvægt að halda olíunni á þessum hita.
Djúpsteikjið snúðana í ca 1,5 mín á hvorri hlið eða þar til gullin brúnir, þið finnið út úr þessu.
Ég bakaði restina af snúðunum þá skal ofninn hitaður í 220 gráður og blástur.Bakið í ca 10 til 12 mín.

Fylling

6 msk sykur
6 msk púðursykur
2 msk kanill
Blandið saman í skál.

Að lokum fer glassúr yfir snúðana, fyrir þá sem vilja ég ber glassúrinn fram til hliðar, hver og einn setur á sinn snúð.

AÐEINS SKAL DJÚPSTEIKJA ÞAÐ SEM BORÐA Á ÞENNAN DAGINN!

Það þýðir ekki að geyma þá þar til daginn eftir né frysta. Baka rest í ofni við 220 gráður í 10-12 mín.
Ég frysti alltaf snúðana, þeir eru afskaplega fljótir að þiðna.

Vonandi leggið þið í þessa dásamlegu snúða.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here