Dulce de leche súkkulaðikökur

Dulche de leche súkkulaðikökur 

30 gr dökkt súkkulaði 
30 gr hvítt súkkulaði 
2 dl hveiti 
1 tsk lyftiduft 
Smá salt 
3 msk kakó 
½ tsk kanill 
50 gr smjör við stofuhita 
1,5 dl ljós púðursykur 
1 egg 
¼ dl dulce de leche (eða niðursoðin mjólk sem búið er að sjóða niður í karamellu) 
Sjávarsaltflögur 

Aðferð
Skerið súkkulaðið smátt. 

Blandið saman hveiti, lyftiduft, salti, kakói och kanil í skál. 

Þeytið smjör og sykur vel saman, bætið eggi út í og þeytið þar til vel blandað saman. 

Blandið hveitiblöndunni saman við smjör- og sykurblönduna ásamt súkkulaðinu og blandið saman með sleif. Setjið deigið í plastfilmu og geymið í kæli í ca. 1 klst. 

Hitið ofninn í 175°c. Rúllið litla bolta úr deiginu, hver ca. 25 – 30 gr að þyngd. Skiljið eftir dálítið deig sem á að nota til að leggja ofan á fyllinguna á hverri köku. Setjið boltana á ofnskúffu sem búið er að klæða með bökunarpappír. Hafið kökurnar ekki of þéttar, þær renna út við baksturinn. 

Gerið dæld í kökurnar með fingri. Setjið dulce de leche í hverja dæld og takið svo útflatt deig og leggið ofan á til að loka kökunni. 

Stráið örlitlu hafssalti yfir kökurnar og bakið í 8 – 10 mín. 

SHARE