„Ég ætla að fylla þessa geymslu!“

Ég opnaði mig aðeins um daginn varðandi söfnunaráráttuna mína. Ég á erfitt með að henda og geymi frekar en að henda og vakna svo upp við þá hugsun að: „Ef ég ætti nú ennþá þennan jakka“ eða „Ef ég hefði nú bara ekki hent..“. Það er auðvitað alveg „hræðilegt“.

 

Ég brá því á það ráð að leigja mér geymslu rétt hjá heimilinu mínu sem er bara ein mesta guðsgjöf.

Ég fékk nefnilega beiðni um það á dögunum að geyma kæliskáp, bara í nokkra daga og auðvitað gat ég orðið við því. Konan með allar lausnirnar…. eða þannig, allavega í þetta skipti.

 

20150530_163012

 

Bílnum var trillað inn í geymsluhúsnæðið í mígandi rigningu. Skápnum hent upp á trillu

20150530_163502

 

Aðgangskortið var mundað að sjálfsögðu og lykilorðið mitt slegið inn

 

20150530_163626

 

Ég sem á það til að mikla hlutina fyrir mér er allt í einu komin með geymslu sem er búin að einfalda líf mitt til muna. Ég ætla mér að fylla hana og svo þegar ég er búin að því ætla ég að leigja mér aðra og aðra og aðra. Síðan læt ég barnabörnin um að fara í gegnum þetta eftir minn dag. Já ég sagði það!

 

 

20150530_163940

 

Ég veit ég er vandræðalega ánægð með geymsluna mína og einn daginn mun ég flytja inn í hana …. (djók það má ekki. Ekki frekar en að geyma þarna hræ, vopn og rækta kannabis og svoleiðis).

En takk í bili

Geymslu-Kidda

 

SHARE