Eina stúlkan í heiminum með „Benjamin Button sjúkdóminn“

Þessi litla stúlka er eina manneskjan í öllum heiminum sem hefur verið greind með hinn sjaldgæfa sjúkdóm Mandibuloacral Dysplasia, eða „Benjamin Button“ sjúkdóminn, eins og hann hefur oft verið kallaður. Stúlkan heitir Isla Kilpatrick-Screaton og er 4 ára gömul.

Sjá einnig: Hún byrjaði að reyna að „fullkomna“ líkama sinn 14 ára gömul

Sjúkdómurinn sem litla snúllan er með veldur því að öll helstu líffæri hennar, til dæmis hjartað og nýrun, eldast á miklum hraða. Sjúkdómurinn hefur líka áhrif á útlit hennar en hún lítur út fyrir að vera mun eldri en árin segja til um.

Móðir Isla, Stacey, sagði í samtali við Truly: „Læknar sem sérhæfa sig í álíka sjúkdómum og Isla er með hafa aldrei séð neitt svona lagað áður og gátu ekki gefið okkur nein svör. Við höfum ekkert sem við getum borið saman við ástand dóttur okkar.“ Hún segir einnig að fjölskyldan reyni sitt besta til að lifa eðlilegu lífi og fóru svo að deila sögu sinni á TikTok og urðu fljótt mjög vinsæl upp allan heim. Þau fóru að kalla sjúkdómin „Benjamin Button“ sjúkdóminn og vakti það mikla athygli.

SHARE