Er þetta eðlileg hegðun?

Eva Björk er kunnug mörgum en hún tekur myndir á fótboltaleikjum og hefur ósjaldan fangað flott augnablik.
Eva vakti athygli á hegðun áhorfenda í stúkunni og birti af Facebook síðu sinni þessi orð ásamt mynd:

,,Áhugavert…
Í hátalarakerfi kaplans í upphafi leiks var talað um að fótboltinn væri í baráttu gegn einelti…í leiknum gaula svo áhangendur fimleikafélagsins lag sem snýst út á holdarfar leikmanns…flott fordæmi fyrir börnin í stúkunni…flottir.
Sömu stuðningsmenn fögnuðu einmitt fyrrum liðsfélaga sínum þegar hann kom inn á völlinn og gáfu honum puttann…flottir.

Þegar þetta gerist að þá er Emil Atlason, uppalinn FH-ingur, að koma inná og eru þetta viðbrögðin við því….”

Myndin vakti þónokkur viðbrögð fólks á Facebook og voru þar skiptar skoðanir á þessari hegðun, sumir töldu þetta nú ekki vera nein barnasamkoma (fótboltaleikir) og því ekkert að framkomunni, öðrum fannst þetta algerlega út í hött af fullorðnu fólki, en oft hefur skapast umræða um hegðun í áhorfenda iþrótta.

Við brýnum fyrir fullorðnu fólki að muna að börnin læra það sem fyrir þeim er haft.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here