Ljósmyndarinn Melina Nastazia ákvað að birta þessa fallegu myndaseríu á mæðradaginn til að heiðra mæður um allan heim.

Hún skrifaði með færslunni:

Brjóstagjöf hefur alltaf verið málefni sem hefur staðið mér nærri. Ég á sjálf þrjú börn og hef kynnst því, frá fyrstu hendi, að brjóstagjöf er ekki alltaf einföld og auðveld. Það getur tekið á fyrir konur, bæði andlega og líkamlega. Það geta ekki allar mæður verið með barn á brjósti og ekki öll börn sem geta verið á brjósti. Stundum er það bara ekki í boði að vera með barnið á brjósti. Verið með mér í því að fagna þessum augnablikum, gleðilegan mæðradag.

 

SHARE