Þetta verkefni er svo auðvelt að ég tók bara fyrir og eftir mynd, enda þegar hlutirnir taka innan við 10 mín. þá hefur maður varla tíma til að taka myndir.

    Ég keypti 2 ramma í Tiger, fjarlægði bakið og glerið og bæsaði þá. Ég átti grófan striga sem ég klippti niður í ræmur þannig að ræmurnar voru aðeins lengri en ramminn á þverveginn og langveginn. Ég notaði límbyssuna mína til að festa ræmurnar þannig að þær mynduðu kross. Ég tók krossinn saman þar sem ræmurnar mættust með þykkum iðnaðartvinna. Ég setti svo slaufu í miðjuna á krossinum og tölu í miðjuna á slaufunni. Svo límdi ég krók aftan á (þú getur sleppt króknum ef þú ætlar ekki að hengja þetta upp).

    Ég er að segja ykkur það, það tók mig ábyggilega lengri tíma að skrifa leiðbeiningarnar heldur en að búa þetta til.

     

     

    SHARE