Farðu út að borða og styrktu gott málefni í leiðinni!

„Út að borða fyrir börnin“ er fjáröflunarátak sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna í samvinnu við 16 veitingastaði. Með liðsinni viðskiptavina sinna styðja staðirnir verkefni samtakanna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Hluti af verði valinna rétta rennur til Barnaheilla. Átakið stendur yfir frá 15. febrúar til 15. mars.

 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af Save the Children International, stærstu frjálsu félagasamtökum á alþjóðavísu sem berjast fyrir réttindum og velferð barna um allan heim. Markmið samtakanna á Íslandi er að standa vörð um mannréttindi barna, barátta gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem í vikunni var lögfestur á Alþingi er leiðarljós samtakanna, en stofnandi Save the Children, Eglantyne Jebb, á hugmyndina að sáttmálanum og ritaði fyrstu drög hans árið 1923.

Frá stofnun Barnaheilla hefur eitt helsta markmið samtakanna verið að fá barnasáttmálann löggiltan hér á landi, en hann var staðfestur á Alþingi árið 1992.  “Það var því mikið fagnaðarefni þegar Alþingi ákvað að lögfesta barnasáttmálann nú í vikunni og er mikil réttarbót fyrir íslensk börn,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.

 

Samtökin eru rekin á frjálsum framlögum og styrkjum og þess vegna eru fjáraflanir afar mikilvægar fyrir þau verkefni sem samtökin vinna. Markmið Út að borða átaksins er tvíþætt; annars vegar að stuðla að samverustundum fjölskyldunnar, en rannsóknir hafa sýnt að reglulegar samverustundir með fjölskyldu minnka líkur á áhættuhegðun hjá börnum, hins vegar er markmiðið að afla fjár til verkefna samtakanna sem snúa að vernd barna gegn hverskyns ofbeldi.

 

Barnaheill gegna veigamiklu hlutverki sem málsvari barna með því að standa vörð um réttindi þeirra, til dæmis með lagaumsögnum þegar Alþingi setur lög, útskýrir Erna; „Við vitum að börn eru ekki bestu málsvarar fyrir réttindum sínum og þau eiga ekki að vera það. Það er okkar hlutverk að standa vaktina fyrir börn á Íslandi.“

 

„Við hvetjum alla til að styrkja gott málefni og stuðla að mannréttindum barna, gera sér glaðan dag og fara út að borða með börnin,“ segir Erna að lokum.

 

Eftirfarandi veitingastaðir taka þátt í verkefninu:

 

Ég skellti mér á Nings áðan og fékk mér dásamlegan rétt og styrkti í leiðinni gott málefni, hvet þig til að gera slíkt hið sama!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here