Þessi æðislega eign er við Fáfnisnes og er á hornlóð í Skerjafirðinum. Húsið var innréttað í upphafa 8. áratugarins og hefur haldið upprunalegum stíl m.a. með einstaklega fallegum tekk-þiljum á hluta veggja í stofum, innihurðum og skápum.

Húsið skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, hol, eldhús, opnar stofur, 3 svefnherbergi, sjónvarspsstofu, þvottahúsi, 3 geymslur, gufubað og 2 baðherbergi.

Forstofu með flísalögð með fallegum tekk-fataskápum, inn af forstofu er lítil gestasnyrting með glugga. Stofur og hol með fallegum arni mynda skemmtilega notalegt rými nálægt eldhúsinu.

Stofur eru í bjartar með miklum gluggum og hurð út í garð (suður) – samliggjandi er setustofa og borðstofa. Eldhús var endurnýjað árið 2007 með fallegri hvítri innréttingu og góður borðkrókur er í eldhúsi.

Í húsinu eru 3 rúmgóð svefnherbergi og eru þau öll með fataherbergi inn af. Innsta herbergið er hjónaherbergi með svalir í austur.  Baðherbergi er á hæðinni (næst hjónaherbergi) með sér sturtuklefa, baðkari og upprunalegri innréttingu.

Á neðstu hæðinni er stór sjónvarpsstofa eða hobby-herbergi, inn af því er baðherbergi með sturtuklefa og sauna-herbergi. Þvottahús með innréttingu og þvottavél/þurrkara í vinnuhæð og vask og lítilli innréttingu, hurð er á þvottahúsi út í garð. Geymslur eru 3 í röð, allar með gluggum. Hitakompa er rúmgóð og nýtist sem geymslurými. Þetta svæði bíður upp á ýmsa möguleika.

Bílskúrinn er rúmgóður (38 fm.) tekur tvo bíla í hýsingu, innst í bílskúrnum eru hillur. Rafmagn,  og kalt vatn er í bílskúrnum.

Allar frekari upplysingar veitir Þóra 777-2882 og thora@fastborg.is

SHARE