„Fegurð nær mér alltaf“ – Jóhannes Haukur í Yfirheyrslunni

Fullt nafn: Jóhannes Haukur Jóhannesson
Aldur: afstæður
Hjúskaparstaða: góð
Atvinna: Leikari

Hver var fyrsta atvinna þín?
Blaðberi fyrir DV.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum?
Ég átti svona hermannaklossa eins og allir voru í in the ’90s nema mínir voru ekki leður heldur með rúskinnsáferð. Það var pínu glatað. Var á sama tíma með hanakamb, það entist ekki.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?
mmmmm….já, já.

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
Yfirleitt sáttur en það hefur komið fyrir.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
Að sjálfsögðu ekki, það væri dónaskapur.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Get ekki sagt frá því, það var svo vandræðalegt.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
midi.is til að sjá hvenær ég á að vinna og hvernig mér gengur í vinnunni.

Seinasta sms sem þú fékkst?
“Ég sagði það aldrei!!!!! hún lýgur því helvítis mellan!!!”

Hundur eða köttur?
Hvorugt.

Ertu ástfangin/n?
Já.

Hefurðu brotið lög?
Já, ég hef keyrt of hratt og verið gripinn.

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Já, oftar en einu sinni. Fegurð nær mér alltaf.

Hefurðu stolið einhverju?
Já, tíma.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? 
Hugsa ekki svoleiðis, það þýðir ekkert.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
Vonandi heilsuhraustur, glaður og sáttur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here