Fótboltaleikur fræga fólksins til styrktar þriggja barna móður sem berst við krabbamein

Ágústa Amalía er þriggja barna móðir sem berst hetjulega við krabbamein. Ágústa missti nýlega systur sína sem greindist með lungnabólgu einn morguninn og lést sama dag. Stuttu eftir að systir hennar lést greindist Ágústa með Hodgkins eitilfrumuæxli. Ágústa er kennari og kennir í Flataskóla en á meðan lyfjameðferð stendur getur hún ekki stundað vinnu sína.

Fótboltafélagið FC-ógn ætlar að að láta ágóða styrktarleiks renna óskertann til Ágústu.
Fótboltafélagið FC-ógn hefur ákveðið að láta ágóðann af styrktarleik FC-ógnar á móti söngvörum og söngkonum, renna til Ágústu Amalíu. Félagið segir á Facebook síðu sem stofnuð hefur verið fyrir viðburðinn að þeir vilji, vegna áfalla Ágústu létta undir með henni og fjölskyldu hennar og óska henni góðs gengis í baráttu sinni.

Leikurinn verður á KR- vellinum þann 19. júní klukkan 20 og þar verða veitingar, blöðrur og gleði fyrir alla fjölskylduna. Það verður tónlist og gleði og gaman. Margir þekktir söngvarar munu keppa á móti liðinu og hér er listi yfir mótherjana.

Liðstjóri mótherja er Þorgrímur Þráinsson

Mótherjar:
Elín Ey
Eyjólfur Kristjánsson
Sigga Beinteins
Matti Matt
Hreimur Örn Heimisson
Magni
Örvar í Múm 
Thorunn Antonia Magnusdottir
Gardar Thor Cortes
Jón Ólafs
Helga Vala 
Sindri Seabear
Ragga Gísla
Erna Hrönn
Krummi Bjorgvinsson
DJ Margeir Steinar Ingólfsson
Felix Bergsson

Endilega deilum þessu áfram og mætum á KR völlinn þann 19 júní klukkan 20!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here