Gjafaleikur – Ryksuga drauma þinna

Það eru ákveðin forréttindi að eiga sjálfvirka ryksugu og það eykur svo sannarlega lífsgæði mín að eiga svona grip. Maðurinn minn skilur þetta klárlega ekki og hristir oft hausinn yfir konu sinni sem rekur upp fagnaðaróp yfir því hversu mikið kusk, hár og mylsnur hefur safnast í boxið á okkar ryksugu. Ég verð bara að viðurkenna að ég fæ eitthvað útúr því að sjá þetta.

Sól er farin að hækka á lofti og ég er alltaf að sjá staði sem þarf að þurrka af. Ég er eflaust ekki sú eina. Tusku- og moppuóðar konur víða um landið eru eflaust í essinu sínu þessa dagana.

Lautus hefur, í samstarfi við Hún.is, ákveðið að gefa einum heppnum aðila, þennan glæsilega grip, Tesvor S6. Um er að ræða nýjustu vélina frá Tesvor en hún er með 360° laser skynjara sem kortleggur þrifsvæðið og leggur það á minnið.

Hún er líka með svakalegan sogkraft, eða 2700 pa sem er með því mesta á markaðnum. Þú getur tengt vélina við símann og stjórnað henni með símanum.

Til þess að komast í pottinn þarftu bara að líka við Lautus á Facebook og deila þessari grein á Facebook og merkja tvo einstaklinga sem þú telur að myndu vilja svona ryksuguvélmenni. Við drögum út heppinn einstakling, sem tikkar í bæði boxin, 6. maí næstkomandi.

Lautus ætlar að gefa lesendum Hún.is afsláttarkóða sem veitir 10% afslátt af þessari ryksugu. Afsláttarkóðinn er: Hun.is og þú getur líka smellt hér til að nýta afsláttinn.

SHARE