Glænýr og ferskur Flóamarkaður í Hafnarfirði

Glænýr og ferskur flóamarkaður verður opnaður í Hafnarfirði á laugardaginn kl 12 og verður hann opinn til kl 18. Alma Geirdal er að sjá um þetta í sumar og segir hún að þarna munni kenna ýmissa grasa: „Þarna verða ný og gömul föt og allskyns dót úr geymslunni, list og margt fleira. Það verður líka einn maður þarna að selja vínyl plötur.“
Stefnt er á að hafa opið í sumar frá fimmtudögum til sunnudags og er þar pláss fyrir 24 bása. á svæðinu en markaðurinn verður í Dalshrauni 5 í Hafnarfirði.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here