Mynd: Securitas

Það er ekkert sem jafnast á við gömlu, góðu kolagrillin. Matur sem grillaður er á kolagrilli er alveg einstaklega bragðgóður og það er einhver ákveðin lykt sem kemur þegar kveikt er upp í grillinu, sem á sér enga hliðstæðu.

Heimavörn Securitas býður, í sumar, viðskiptavinum sem eru með Heimavörn að fá lánað stærðarinnar kolagrill um helgar. Grillið er alveg sérstaklega til þess fallið að halda götugrill eða grillveislu fyrir nágranna, vini og/eða ættingja. Það getur heldur betur styrkt böndin og gert lífið skemmtilegra.

Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, segir að þetta verkefni þeirra hafi fengið frábærar viðtökur hjá viðskiptavinum. „Fjöldi fólks hefur aldrei grillað á kolagrilli og fólk heldur að þetta sé mun meiri fyrirhöfn en þetta er í raun,“ segir Hjörtur

Securitas kemur með grillið heim til fólks, ásamt kolum, kveikilegi, eldspýtum, töngum, svuntu og hönskum. Þegar veislunni er svo lokið koma þeir líka og sækja grillið. Gæti ekki verið einfaldara og þægilegra. Hjörtur segir að það hafi einnig færst í aukana að fyrirtæki fái grillið lánað í hádeginu, til þess að grilla fyrir starfsfólk sitt.

Smelltu hér til að panta þér götugrill.

 

SHARE