DIY – Vettlingar úr gamalli peysu

Nú er komið haust og Vetur konungur farinn að narta í kinnarnar á manni.
Húfur, treflar, vettlingar og flíspeysur eru málið til að verjast allt of nánum kynnum við kappann.

Hér er hugmynd til að endurnýta gamlar peysur og eignast um leið glænýja og flotta vettlinga.

6a00d8358081ff69e20168e5b7973a970c-800wi

 

1) Hafðu peysuna á röngunni. Notaðu stroffið á peysunni sem stroffið á vettlingunum.

2) Settu hendina á peysuna og dragðu vettling á peysuna með túss eða krít, passaðu að hafa þumalinn rúman.

3) Saumaðu vettlingana í saumavél áður en þú klippir peysuna. Klipptu vettlingana út og snúðu þeim á réttuna.

4) Síðan má bæta við handsaumuðum smáatriðum og/eða skrauti ef að maður hefur áhuga.

Heimild: abeautifulmess.com

 

 

SHARE