Hamingja með nýju hugarfari – Opið hús hjá Svanhildi

–  Ef þú hefur ekki lesið pistilinn sem ég skrifaði í upphafi bataferlisins míns Þunglyndið varpaði skugga á mína stóru drauma, þá ættiru að gera það áður en þú heldur lengra, þar sem þetta erindi er framhald af honum.

–  Ef að þér finnst að lífið þitt mætti, á einhvern hátt, vera betra en það er – þá er um að gera að grípa tækifærið NÚNA! Vegna þess að ég og Ósk ætlum að hafa “Opið hús” þar sem við kynnum aðferðirnar sem ég er að fara eftir í bata mínum.

Bataferli mínu er alls ekki lokið, en ég uppgötvaði að -ég sjálf- bjargaði lífi mínu, með smá hjálp sem heimurinn sendi til mín! Ég get líka hjálpað þér -EF- þú hefur löngun til þess að hjálpa þér sjálf/ur. Þú þarft ekki að vera þunglynd/ur til þess að þurfa á hjálp að halda! Sumir þurfa bara að missa vitið áður en þeir geta séð hlutina í réttu ljósi og skilið tilgang sinn. Og þannig var það í mínu tilfelli, en oft þarf alls ekki svo mikið til. Ef þú finnur fyrir einhverri vöntun, ef þú ert ekki alveg viss um hver tilgangur þinn er, ef þú ert ekki fullkomlega ánægð/ur í starfinu þínu án þess að átta þig alveg á því hvers vegna eða upplifir einhverskonar vanlíðan – í hvaða mynd sem er, þá verður þú að finna þann styrk innra með þér til þess að viðurkenna að þú þurfir smá hjálp við að læra kúnstina að hjálpa þér sjálf/ur! Endilega kíktu á facebook-síðuna mína þar sem ég í rauninni “blogga” um aðferðirnar sem ég er að styðjast við og læra 🙂

Ósk, sem ég talaði um í fyrri pistlinum, er hjálpin sem heimurinn sendi mér til þess að ég gæti lært að hjálpa mér sjálf. Munurinn er svo mikill að ég á bágt með að koma því í orð, en til þess að gefa ykkur hugmynd um hverju þið gætuð átt von á, þá hafði móðir mín orð á því í fyrradag að árangur sem hún gæti trúað að fólk nái á 2 mánuðum með hefðbundinni sálfræðiaðstoð, hafi ég náð á 2 vikum. Enda fóru þunglyndisköstin úr því að vera daglegt brauð í að verða styttri og með nokkurra daga millibili á einungis 14 dögum.

Vegna óbilandi löngunar okkar Óskar til þess að hjálpa öðrum og vegna þeirra frábæru viðbragða sem við höfum fengið vegna pistilsins fyrrnefnda, höfum við ákveðið að sameina krafta okkar og bjóða upp á fría kynningu fyrir ungt fólk á því hvernig ÞÚ getur hjálpað þér sjálf/ur – hvort sem þú ert að glíma við mikla eða litla vanlíðan. Það er ENGIN skömm í því að eiga við vandamál að stríða, vegna þess að það gera ALLIR. Styrkurinn felst í því að þora að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðrum. Að herða sig upp í sífellu og afneita vanlíðan í ýmsum myndum í stað þess að vinna úr því, er veikleiki í dulargervi! Um leið og þú áttar þig á því fer allt að rúlla hjá þér í rétta átt, hraðar og hraðar, eins og snjóbolti niður snævi þakta brekku!

Á kynningunni ætlum við að miðla áfram fróðleik og reynslu, vera með hvatningu og stuðning eða “pepp” eins og mörg okkar af yngri kynslóðinni vilja orða það :). Vertu með og þú munt átta þig á að þú hefur ákveðna tengingu við ALLA og ALLIR sem á vegi þínum verða – kenna þér eitthvað sem þér er ætlað að læra. Þegar þú skilur það þá mun allt í þínu lífi koma til með að verða svo miklu auðveldara!

Það sem gerir okkur Ósk að sterku teymi er einmitt vitneskja og reynsla hennar – og nýhafið bataferli mitt sem mun sjá til þess að þið náið að tengja og skilja mjög ört þegar hún mun útskýra mína hegðun og líðan. Kynningin verður því fróðleg, létt og skemmtileg, en ef viðtökurnar verða góðar munum við í framhaldi koma á fót fjölbreyttum námskeiðum, fyrir ungt fólk, til að hjálpa ykkur að skapa betra líf.

Ekki vera feimin/n. Þið eruð öll velkomin og við skulum sjá um að brjóta ísinn. Þú ræður því alfarið hvort þú komir ein/n eða takir vin með, hvað sem þér þykir þægilegast. En trúðu mér, hversu gott sem þér finnst lífið núna, það getur orðið betra því ÞÚ ert einstök manneskja og með ákveðinn tilgang sem þú verður að finna til þess að fá lífsfyllingu. Lífið og hamingjan er ferðalag, ef þú ert alltaf að hlakka til þess að komast á einhvern áfangastað, þá missiru af ferðalaginu.

Opið hús: Álfaskeið 44 (jarðhæð), 220 Hafnafirði.

Miðvikdagskvöldið 3.júlí – kl.20:00 til sirka 21:30.

Öllum er frjálst að koma og fara 🙂

Nánari upplýsingar: osk@osk.is og svanhildur92@gmail.com (eða skilaboð á facebook.com/svanhildursteinarrs).

 

Við hlökkum ROSAlega til að sjá þig 😀

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here