Heldur afmælistónleika á Kex Hostel 20.mars!

Hulda Proppé ætlar að halda tónleika á afmælisdaginn sinn, miðvikudaginn 20.mars klukkan 21:00 á Kex Hostel, Skúlagötu 28. Hulda er menntuð söngkona og hefur sungið frá blautu barnsbeini. Hún er í Barbörukór Hafnarfjarðar þar sem sem sungin er klassísk tónlist en einnig í Gospelkór Lindakirkju svo það má svo sannarlega segja að hún fái útrás í allri tónlistarflórunni.

En hvernig kom það til að þú ákvaðst að halda tónleika á afmælisdaginn?
Einn af mínum bestu vinum er alltaf að minna mig á að maður eigi að gera það sem maður getur til að láta drauma sína rætast og skapa sín eigin tækifæri. Þess vegna ákvað ég að halda tónleika á afmælisdaginn minn því að mínu mati á maður að gera það sem manni finnst skemmtilegast þegar maður á afmæli.

Hulda er skapandi og dugleg og finnst lang skemmtilegast að gera hlutina sjálf og búa til eitthvað skemmtilegt með góðu fólki.

Hvernig tónlist verður flutt á tónleikunum?
Þetta verða jazz/swing lög, bæði gömul og ný og ef til vill lög ef til vill eru ekki þekkt en verða með jassívafi.

Munu fleiri tónlistarmenn stíga á stokk?
Með mér leika þeir Jón Ingimundarson á píanó, Helgi Reynir Jónsson á gítar, Baldur Kristjánsson á bassa og Gunnar Leó Pálsson á trommur. Nokkrir gestir ætla að taka með mér lagið og þar ber helst að nefna gullbarkann Einar Ágúst Víðisson.

Miðaverð á tónleikana verður 1500 krónur og hvetjum við alla til að mæta á tónleikana og hafa gaman með Huldu og félögum!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here