Þegar kemur að því að vera „slæm móðir“ þá líður okkur flestum eins og við séum slæmar mæður annað slagið, án þess að vilja kannski viðurkenna það. Við reynum eins og við getum að láta samfélagið ekki stimpla okkur sem slæmt foreldri. Við lifum hinsvegar á tímum þar sem samfélagið lætur okkur oft líða eins og ónytjungum en ein móðir, Sia Cooper ákvað að segja hingað og ekki lengra! Hún ætlar að taka fagnandi á móti því að vera kölluð slæm móðir.

Sia er einkaþjálfari og tveggja barnamóðir og mikið hörkutól en verður fyrir gagnrýni fyrir uppeldisaðferðir sínar mjög reglulega.

Hún fékk fyrst mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að hún deildi af sér myndbandi þar sem hún tók létta líkamsrækt í Target.

 

Flestum fannst þetta sniðug og fyndið hjá henni, en aðrir áttu ekki til orð og sögðu hana ekki kunna að skammast sín. Sumir hafa meira að segja sagt að það, að hún sé að nota dósamat og plast geri hana að slæmri móður. Einnig hafa gagnrýnt hana fyrir að leyfa börnum sínum að nota nútímatækni og fá einstaka sinnum Happy Meal á McDonalds. 

Sia hefur komist að góðri niðurstöðu í þessu öllu:

Ég hef lært að þær sem eru í alvöru „slæmar mæður“ eru þær sem eru stanslaust að rífa aðrar mæður í sig með því að dæma þær. Þær mömmur eru í alvöru óöruggar og finnst þær sjálfar ekki nógu góðar. Af hverju ættu þær annars að gera þetta? Eymdin elskar að hafa félagsskap!

Hún segir líka að við erum allar í sömu hugleiðingum, að gera eins vel og við getum, þegar kemur að því að vera móðir. Það sem virkar í einni fjölskyldu virkar kannski ekki í þeirri næstu.

 

Heimildir: Café mom

 

 

SHARE