Hvað kom fyrir lærið á Kylie Jenner?

Kylie Jenner skartaði mjög stuttum kjól þegar hún mætti á MTV Video Music Awards um helgina. Stuttir kjólar eru nú ekkert nýtt þegar Kylie Jenner er annars vegar, en það sem vakti athygli fjölmiðla að þessu sinni var stórt ör sem Kylie er með á lærinu og kjóllinn náði ekki að hylja.

Sjá einnig: Kylie Jenner hyggst sitja fyrir nakin

2BD2E33E00000578-3216562-image-a-102_1440984858747-e1440993277254

Kylie ásamt kærasta sínum. Á myndinni sést örið mjög vel.

Kylie_Jenner_scar_leg

Kylie hefur aldrei látið örið trufla sig en hún útskýrði í þættinum Keeping Up With the Kardashians árið 2011 hvað hefði komið fyrir. Þegar hún var fimm ára var hún í feluleik ásamt systrum sínum og þurfti að príla yfir stórt hlið til þess að komast á góðan felustað. Það voru oddhvassar járnstangir á efri hluta hliðsins sem Kylie skar sig á þegar hún var að klöngrast yfir hliðið.

2BD2F26800000578-3216562-image-a-109_1440985387703

Þá er það á hreinu.

SHARE