Hvað segir augnlitur þinn um þig og upprunann

Við höfum mörg heyrt orðatiltækið að augun séu „spegill sálarinnar,“ en það getur verið að það sé bara alls ekki svo fjarri lagi. Hvað getur augnlitur þinn sagt um þig og hvaðan koma þessir endalausu litatónar sem eru í augum okkar? Við vitum að augun eru eins og fingraför, engin tvö eru eins, það er enginn með alveg eins augu og þú.

Nýlegar rannsóknir hafa svo sýnt að það er hægt að segja ýmislegt um augnlit og hér eru nokkur áhugaverð atriði sem tengjast augnlit fólks.

Brún augu voru til á undan öllum öðrum litum

Það kann að hljóma ótrúlega en í upphafi voru allir með brún augu. Svo átti sér stað erfðafræðileg stökkbreyting í geninu sem ákvarðar lit augnanna. Þessi stökkbreyting dró úr framleiðslu melaníns þannig að ekki var nóg af því til að lita augun brún og þannig urðu blá augu fyrst til.

Í dag er brúnn enn algengasti augnliturinn í heiminum. Brún augu eru líka ónæmari fyrir sumum tegundum augnsjúkdóma vegna þess hversu mikið melanín er í þeim. Ljósbrún augu eru algengust í Ameríku, Vestur-Asíu og Evrópu, en dökkbrún augu finnast oftast í Afríku, Suðaustur-Asíu og Austur-Asíu.

Allir sem eru með blá augu eiga sameiginlegan forföður

Stökkbreytingin varð til þess að fólk fór að vera með allskonar afbrigði af bláum, grænum, gráum og ljósbrúnum augum. Það sem kemur svo enn meira á óvart er að erfðastökkbreytingin hefur verið tengd einum sameiginlegum forföður. Vísindamenn telja að þessi forfaðir hafi verið Evrópubúi á svæðinu við Svarta hafið fyrir 6000 til 10000 árum síðan.

Hlutfall bláeygðra í Evrópu í dag er á bilinu 20% til 40% á meðan aðeins 8% til 10% fólks um allan heim eru með blá augu. Blá augu eru algengust í Norður-Evrópu. Tiltölulega hátt hlutfall (27%) af bláeygðu fólki í Ameríku má að hluta til þakka Bandaríkjamönnum með austur-evrópskan, írskan og breskan uppruna.

Þróun augnlita er í samræmi við flutninga forfeðra okkar

Vísindamenn halda því fram að þróun augnlita sé í samræmi við flutninga forfeðra okkar frá heitara til kaldara loftslags. Í dag er fjölbreyttasta úrval augnlita meðal Evrópubúa, allt frá ljósbláum til dökkbrúnna. Ástæðan fyrir því að dökk augu eru algengari í heitara loftslagi, eins og Asíu og Afríku, er að melanín verndar augun fyrir sólinni og útfjólubláum geislum.

Innan við 1% fólks í heiminum er með grá augu

Þar til nýlega var talið að eitt gen væri ráðandi þegar kemur að lit augna okkar. En í rannsókninni kom í ljós að um það bil 16 gen spila inní þegar kemur að því hvaða augnlit maður fær. Það er mjög sjaldgæft að vera með litbrigði eins og gráan. Þau virðast of vera „blá“ við fyrstu sýn, en ólíkt bláum augum, hafa þau tilhneigingu til að vera með brúna og gyllta bletti.

Innan við 1% jarðarbúa er með grá augu, sem gerir þau að einum af sjaldgæfustu litunum. Litbrigði gráa augna geta verið breytileg og verið smá grænleit eða reykblá og yfir í að vera það sem er kallað á ensku „hazel“ og geta breytt litum eftir umhverfinu og lýsingunni í kring. Þessi litir eru algengastir í Norður- og Austur-Evrópu.

Fólk með ljós augu þolir meiri sársauka

Í rannsókninni kom fram að 58 barnshafandi konur voru rannsakaðar og kom í ljós að „ljóseygðar“ konur þola meiri sársauka en þær sem eru með dökk augu. Blá- og græneygðar konur fundu minna fyrir fæðingunni. Einnig kom fram að ljóseygðar konur voru minna líklegar til að finna fyrir kvíða og þunglyndi.

Græn augu er algengust í Norður- og mið Evrópu

Þar sem aðeins 2% jarðarbúa eru með græn augu, er hann einn af sjaldgæfustu litum heims. Fólk af öllum kynþáttum getur verið með græn augu en 16% fólks með græn augu er af germönskum og keltneskum uppruna. 86% fólks frá Írlandi og Skotlandi eru með græn augu.

Aðeins 1% fólks er með sitthvorn litinn á hvoru auga

Augnlitur manna getur verið í mörgum útgáfum en í sumum sjaldgæfum tilfellum er fólk með heterochromia, sem aðeins 1% fólks er með. Þá er mismunandi magn af melaníni í augunum og fólk getur verið með mismunandi lituð augu, að hluta eða algjörlega sitthvorn litinn. Það eru mismunandi orsakir fyrir því að svona gerist en það yfirleitt er það erfðir en stundum sjaldgæf heilkenni eða meiðsl á auga.


Sjá einnig:

SHARE