Hvar eru konurnar?

Freydís Þrastardóttir birti ansi áhugaverða mynd á Facebook síðu sinni fyrir helgi þar sem hún gagnrýndi auglýsingu frá Stöð2sport sem birtist í Fréttablaðinu, greint var frá þessu á Sport.is í dag.

Þar er heil opna með myndum af íþróttaköppum úr hinum ýmsu íþróttagreinum en rúmlega 30 karlmenn eru á myndunum.

Freydís vakti máls á því að ekki var mynd af einni einustu konu í auglýsingunni og fannst henni það skiljanlega frekar furðulegt. Þá benti hún réttilega á að á Íslandi eru ekki bara góðir íþróttamenn heldur líka frábærar íþróttakonur.

„Hér er augýsing úr Fréttablaðinu þar sem Stöð 2 er að auglýsa sportpakkann sinn. Í auglýsingunni eru myndir af meira en 30 íþróttamönnum og ENGIN mynd af íþróttakonu. Ég skil ekki hvernig þetta komst alla leiðina í blaðið án þess að einhver hafi sett út á þetta í ferlinu! Við eigum fullt af ótrúlega færu íþróttafólki af báðum kynjum. Mér finnst þetta vanvirðing og ekki í takt við samfélagið í dag,” sagði Freydís

Myndina má sjá hér að neðan:

hvar eru konurnar

SHARE