Hvernig þú ferð að því vera flott klædd allt sumarfríið – fyrirhafnarlaust.

Af hverju eru sumar konur svo flottar í sumarfríinu og glæsilegar í tauinu að þær virðast ekki slá eina feilnótu.
Allt sumarfríið eru þær glæsilegar við allar aðstæður
hvort sem það er á sólarströnd eða í stórborg eða rútuferðum?  Meðan aðrar dömur eru bara alls ekki að ná þessu með klæðaburðin nema endrum og sinnum. Halda mætti að fötin hafi bókstaflega raðað sér sjálf á líkama þessara kvenna sem alltaf tekst vel til eins ýmindar sér léttilega að þær hafi ekkert fyrir þessu. Við vitum allar að það er ekki verðmiðinn á fötunum sem sker úr um hvort kona er glæsileg til fara eða ekki.  Raunveruleikinn er sá að þessar konur hafa undirbúið sig og skipulagt sig í þaula eftir aðferð sem vert er að tileinka sér. 

pakka

Göngum út frá að þú viljir vera glæsileg í fríinu og gerir meiri kröfur en að fötin séu bara þægileg og hagkvæm. Þá eru það nokkrar töfralausnir sem vert er að læra ef við viljum vera í þeim hópi kvenna að vera flottar allt fríið okkar. Þetta eru  einföldu ráð sem virka og losa okkur undan slítandi og tímfrekum vangaveltum að á hverjum degi í fríinu þurfa  úthugsa í hvaða fötum viðeigum að vera og hvað passar saman.

Undirbúningurinn er lykilatriðið og þann undirbúning framkvæma flottar konur sem vekja ávallt athygli og aðdáun hvar sem þær koma Þessar konur gera ekki tískuslys og mistakast ekki vegna þess að þær nota aðferðafræði sem heitir undirbúningur og skipulag. Jennifer Lopez er ein af þeim og hún er alltaf glæsileg og smekkleg.  Undirbúningurinn felst í gefa sér smátíma sem mun breyta öllu, og hægt að ná að galdra fram æðislegt útlit allt fríið – en taka mikið færri fötmeð sér en venjan er. Þó svo að í fríum skiftum við mikið oftar um föt en þegar við erum heima. Þessi aðferð mun líka útiloka öll óþarfa föt sem við fyllum oft töskurnar með en notum svo ekki.

AB 2

Byrjaðu á að taka fram öll föt ásamt skóm og fylgihlutum sem kemur til greina að þú viljir klæðast og taka með.  Það sem þú gerir er að þú leggur eina samsetningu af fötum á gólfið ásamt öllu tilheyrandi veski, skónum og fylgihlutum, skartgripir og belti, eins og þú væri sjálf á gólfinu í fötunum.  Mæli með gólfinu því þannig hefur þú betri yfirsýn yfir útkomuna. Ef þér líst vel á þá mátar þú með það í huga þú sért að fara út úr dyrunum nákvæmlega svona klædd og ekkert má vanta, allt er þarna föt, skór, veski skartgripir. Ef þú ert ánægð og fílar þig þá tekur þú mynd á farsímann þinn þar sem fötin liggja á gólfinu með fylgihlutum, hálsfestum, armböndum veski og skóm eða hvernig sem þú vilt jafnvel enga skartgripi eða veski.  Reyndu að búa til margar samsetningar úr þeim  fötunum sem þú ætlar að taka með þér. Mikilvægt er að þú verður að taka ljósmynd af öllum samsetningum sem þú ákveður, fyrir ströndina, í dagsferðir, veitingahúsaferðir eða veislu.

Vertu líka með á hreinu hvað sundföt, strandkjóla og skó þú notar. Þú þarft að taka ljósmynd af öllu því þú munt ekki muna nema gloppur af öllum samsetningunum þegar þú ert komin í fríið.  Ef þú vilt mynd af þér sjálfri í fötunum taktu þá mynd af þér í speglinum.  Þú getur líka skrifað lista hvaða föt eiga að vera saman og límt listann  innan í skápahurðina á hótelinu.  Í fríinu opnar þú svo á morgnanna fataskápinn eða símann þinn og rennir yfir samsetningarnar og velur.

AB 4

 

Vertu búin að framkvæma þetta í góðum tíma áður en þú ferð, í góðum tíma þá er ég ekki að meina kvöldið fyrir flug þó að aðferðin muni líka gagnast vel við þær stressandi aðstæður,

AB 7

Að tileinka sér að velja föt og pakka niður eftir þessari aðferð er þvílíkur léttir er mín reynsla og sama segja konur sem hafa prófað. Eins er það frábær tilfinning að áður en þú ert lögð af stað veistu með vissu hve flott þú verður í fríinu og getur því hlakkað enn meira til að fara í sumarfrí, sjálfsörugg og afslöppuð með minni farangur en nokkurn tímann áður og engin yfirvigt.  Góða ferð.

Anna Björg Hjartardóttir.

Anna B

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here