Þessi nútímalega og skemmtilega íbúð er í raðhúsi í Brekkubyggð í Garðabæ. Hún er einstaklega hugguleg og á geysivinsælum stað.

 

Íbúðin er á tveimur hæðum og gengið er inn í hana á efri hæð þar sem er anddyri, eldhús og stofa.

Sjá einnig: Frábært útsýni og heitur pottur í garðinum

Eldhúsið er með fallegri innréttingu sem er hvít ökkuð og borðplötur er með flotefni sem kemur vel út.

a2db4551b451ff20c744ac30eeaf764e-large.jpg

 

Stofan er björt með stórum glugga til norðurs, þar er mikið og fallegt útsýni. 

Sjá einnig: Hús í Kópavogi með spa

0f14c5a6773bce85178240c42af11cf8-large.jpg

Á milli hæða er hringstigi, sem kemur niður í lítið hol en niðri er líka hið fínasta baðherbergi, þar er baðkar, nýtískulegt salerni og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.

c0b71803d269f9dda88a8c5ffdf7cadc-large.jpg

 

Sjá einnig: Krúttleg lítil íbúð í miðborginni

 

Tvö rúmgóð herbergi eru á neðrihæðinni og er útgengt úr öðru þeirra út í garð. Einnig er lítið herbergi sem hægt er að nota sem geymslu eða vinnuaðstöðu. Í sameign er einnig lítil geymsla.

9217e520f698ed0454715f1380349ef7-large.jpg

Góð íbúð á þessum vinsæla stað, íbúð sem vert er að skoða. Þar er stutt í alla þjónustu, skóla, leikskóla og íþróttaaðstöðu.

Sjáðu allar myndirnar af þessari glæsilegu eign hér:

 

Upplýsingar veita  Gunnlaugur Þráinsson, sölumaður  s. 844 6447, gunnlaugur@fastborg.is & Héðinn Birnir Ásbjörnsson, löggiltur fasteignasali. hedinn@fastborg.is 8484806

 

SHARE