Alls sendu Íslendingar 11.000 tíst í fyrra undir merkinu #12stig sem var óopinbert merki Íslendinga sem vildu ræða Eurovision á Twitter. Merkið varð til að tilstuðlan Vodafone, sem kynnti það til leiks í aðdraganda keppninnar. Stefnan er að tísta enn meira í ár og bæta Íslandsmetið í tísti en Íslandsmetið í tísti var sett á hinum svokallað boladegi þegar rúmlega tvö þúsund manns tístu 18 þúsund sinnum.
Íslenskir Twitter-notendur fóru hamförum í lýsingum sínum á Evróvision keppninni í fyrra. Yfir fyrri forkeppninni voru tístin ríflega 1.500 talsins og þótti mörgum gott. Þau urðu hins vegar um 2.000 á meðan síðari forkeppnin fór fram og svo varð bókstaflega allt vitlaust í lokakeppninni. Samtals birtust því um 11.000 tíst með merkinu #12stig í kringum keppnina alla.
En nú á að gera enn betur og stefnan er að slá tíst-Íslandsmetið!! Því reynir á alla öfluga tístara í vikunni, 3 kvöld, þriðjudagur, fimmtudagur og laugardagur. Ég á líf verður flutt í Malmö á fimmtudagskvöldið og landinn situr límdur við skjáinn og stemningin nær hámarki á Twitter – #12stig
Af þessu tilefni verður Vodafone með sérstaka sjónvarpsstöð – atburðarrás Vodafone – en þar verður hægt að horfa á keppnina og fylgjast með umræðunni á Twitter samtímis.