Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is er ný vefverslun sem sérhæfir sig í gæða kynlífstækjum á góðu verði. Það var stofnað síðastliðið sumar af Vilhjálmi og Kristínu en af hverju ákváðu þau að byrja með kynlífstækjaverslun?

Upphaf Hermosa.is 

„Það var ekki upphaflega planið að opna kynlífstækjaverslun. Þegar ég sagði fjölskyldunni minni frá því trúðu sumir því ekki fyrr en við opnuðum síðuna,“ segir Vilhjálmur í spjalli við Hún.is.

Upphaflega ætluðu Vilhjálmur og Kristín bara að flytja inn kynlífstækjadagatöl en þetta vatt fljótt upp á sig. „Það má því segja að í raun hafi Hermosa.is orðið til fyrir tilviljun. Þegar við fórum að ræða við birgja vegna dagatalanna fórum við að sjálfsögðu líka að skoða önnur kynlífstæki, annað er erfitt með þúsundir mismunandi kynlífstækja fyrir framan nefið á þér. Þegar við sáum hversumikið er lagt á þessar vörur á Íslandi sáum við tækifæri á að bjóða bæði mun lægri verð og hafa fría heimsendingu. Við ákváðum að slá til og prófa að taka nokkrar vinsælar vörur inn og búa til einfalda vefsíðu sem hliðarverkefni,“ segir Vilhjálmur.

Hliðarverkefnið gekk vonum framar og þurftu þau að panta fjórar sendingar að utan fyrsta mánuðinn og allur okkar tími síðan hefur farið í Hermosa.is.

Kristín er að læra tölvunarfræði sem hefur komið sér vel við gerð síðunnar og eru þau mikið ævintýra- og útivistarfólk. Kristín er Íslandsmeistari í Taekwondo og stundar svifvængjaflug en Villi hefur starfað sem áhættuleikari og stundar Basejumping eða hvað annað sem gefur lífinu lit.

Áherslur Hermosa.is 

Í grunninn var hugmyndin sú að bjóða vinsælar vörur á mun lægri verðum en hjá samkeppnisaðilum, fría heimsendingu og lága afslætti. Vilhjálmur segir: „Afslættir eru sálfræði og því var og er þetta ákveðin tilraun hjá okkur, mun það ganga að taka ekki þátt í stóru afsláttardögunum en vera bara með góð verð alltaf? Við sáum fljótt að við vorum að gera eitthvað rétt þegar að við skutumst í topp 4% af mest heimsóttu Shopify vefsíðum í heimi, sem gerðar voru á svipuðum tíma. Eftir rétt rúmlega 4 mánuði erum við komin með fullt af æðislegum viðskiptavinum og frábærar umsagnir þannig að það verður ekki aftur snúið,“ segir Vilhjálmur að lokum.

Hermosa á Facebook

 

SHARE