Láta ekkert stoppa sig – Yndislega fallegt! – Myndband

McKenzie Carey fæddist 20. apríl árið 2002 og í október 2003 var hún greind með Mitochondrial sjúkdóminn sem er efnaskiptasjúkdómur sem gefur einkenni frá taugakerfinu. Sjúkdómurinn kemur í veg fyrir að McKenzie geti gengið og talað en það kemur ekki í veg fyrir að hún geti tekið þátt í keppnum.

Ef maður á foreldra eins og McKenzie þá er ekkert sem stoppar mann í að uppfylla drauma sína. Hér er pabbi hennar að koma fram með henni og segir mamma McKenzie að pabbi hennar sé „fætur og rödd“ McKenzie litlu. Þetta myndband er yndislega fallegt og það er gaman að sjá svipinn á andliti litlu stúlkunnar, hún er svo sannarlega að skemmta sér.

Það er engin lækning til við þessum sjúkdómi en það eru til nokkrar meðferðir til þess að auka lífsgæði sjúklinganna og hjálpa þeim aðeins og hefur McKenzie brugðist vel við þeim meðferðum. Þær eru hinsvegar mjög kostnaðarsamar svo aðstandendur McKenzie hafa stofnað styrktarsíðu fyrir litlu stúlkuna. Hana geturðu séð hér!

 

SHARE