Nú fer að koma að enn einum áramótunum og margir að plana að sletta ærlega úr klaufunum. Mörg lítum við yfir farin veg og verðum örlítið væmin, hugsum um allt það góða sem gerst hefur og auðvitað líka áföllin ef einhver hafa verið. Það er alltaf gott að upplifa „nýtt upphaf“. Við skálum fyrir árinu, því sem er að líða eða bara komandi ári. Sumir hafa fengið alveg nóg af 2018 meðan aðrir hugsa með trega til þess að árið sé að klárast.

Það er alveg sama hvort þú gleðst yfir árinu sem er að líða eða árinu sem er að koma, þú átt skilið að eiga óendanlega skemmtilegt kvöld. Heyrst hefur að eitt bersta partý ársins verði á Jacobsen á gamlárskvöld. Það verður geggjuð danstónlist og góðir gestir mæta á svæðið.

Pússaðu dansskóna, kláraðu kampavínið úr glasinu og pantaðu leigubíl á Jacobsen Loftið þar sem við ætlum að dansa árið í burtu. Allt það besta í tónlistinni á árinu ásamt gömlum klassískum tónum. Í lok kvölds verður danstónlist í hávegum höfð en Bandaríkjamaðurinn Clint Stewart kemur frá Berlín. Frábært kvöld framundan með tilboðum á kokteilum og einnig er hægt að panta flöskuborð í gegnum síðuna. Húsið opnar kl.18:00 og auk Clint verða Ghozt og Mike The Jacket á svæðinu.

 

 

SHARE