Líður best í landsliðsbúningnum

Gunnleifur Gunnleifsson er markmaður í íslenska landsliðinu og hefur átt glæstan feril til þessa.  Við fengum Gulla, eins og hann er oftast kallaður til að svara nokkrum spurningum hjá okkur í Yfirheyrslu.

Fullt nafn: Gunnleifur Gunnleifsson

Aldur: 40 ára

Hjúskaparstaða: Giftur Hildi Einarsdóttur

Atvinna: Knattspyrnu og sjónvarpsmaður

Hvað ertu að gera þessa dagana? Ég var að koma frá Tyrklandi og er í nokkurra daga fríi heima hjá mér.

Hver var fyrsta atvinna þín? Unglingavinnan.

Hvað áttu alltaf í ísskápnum? AB mjólk.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Svínakjöt

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei og vissi ekki að það væri blæti hjá sumum.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Spurði einu sinni konu sem ég kannaðist við hversu langt hún væri gengin með barnið og fékk svar um að hún væri ekki ólétt.

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Landsliðsbúningnum

Hefurðu komplexa? Nei, enga komplexa.

Hundur eða köttur? Hvorugt

Ertu ástfanginn? Yfir mig ástfanginn

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Nei

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Hamingjusamur með konunni minni, börnum og barnabörnum.

SHARE