Massakjúlli – Uppskrift

Massakjúllinn er einn af þessum sígildu réttum á mínu heimili.

,,Æ, eigum við ekki bara að hafa massakjúlla ?”

Klikkar aldrei og mistekst aldrei, er alltaf bara rétt rúmlega fullkominn og rosalega góður.Frábært að skella í einn massakjúlla svona í miðri viku.

 

1 bakki kjúklingabringur/lundir

1 msk. sesamolía

1 lítil dós maísbaunir

1 brokkolíhaus

1 rauð paprika

Lúka af kasjúhnetum

2/3 krukka Hoi Sin sósa (frá Blue Dragoon)

 

Aðferð

1.Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið í sesamolíunni.

2.Saxið niður brokkolí og papriku og hellið út á, ásamt maísnum.

3.Steikið létt í smástund og hellið svo sósunni yfir.

4.Látið malla í 15-20 mínútur og bætið hnetunum við í lokin.

 

SHARE