Múslístykki

Þessi svakalega girnilegu múslístykki koma frá Ragnheiði á Matarlyst.

Þurrefni

200 g haframjöl
160 g kókosmjöl
120 g sesamfræ
120 g sólblómafræ
120 graskersfræ
65 g husk trefjar

Þurrristið á pönnu haframjöl, kókosmjöl, sesamfræ, sólblómafræ og graskersfræ í 8-10 mín. Passið að brenna ekki, standið við og veltið blöndunni við af og til. Setjið í skál, bætið husk út í og hrærið saman við.

Karamella

250 g smjör
165 g púðusykur
300 g hunang

Setjið hráefnin í pott bræðið saman, hleypið upp að suðu, lækkið hitann og látið krauma í 10 mín hrærið öðru hvoru í á meðan.

Hellið yfir þurrefnin, leggið bökunnarpappír ofan í form t.d lagtertu, skúffukökuform eða eldfast mót. Pressið blöndunni niður í formið þykkt er smekkur hvers og eins. Setjið toppinn strax yfir til að súkkulaðidroparnir festist við toppinn dassið svo kókosflögum og trönuberjum yfir.

Toppur

Val að setja ofaná en afar gott er að hafa a.m.k súkkulaðið…

Súkkulaðidropar ca 200 grömm
Trönuber dass
Kókosflögur dass

Skerið í bita, stærð eftir smekk hvers og eins geymið í ílati með loki inn í ísskáp eða frystið.

SHARE