Nöfn, heimilisföng og myndir birtar af nauðgurum eftir að 23 ára stúlka dó af áverkum sínum

Á Indlandi ríður yfir sívaxandandi alda kynferðisofbeldis gegn konum. Ef á að takast að stemma stigu við  vaxandi reiði almennings vegna ófullnægjandi viðbragða og seinagangs gamalla stjórnamálamanna sem eru greinilega ekki í tengslum við örar breytingar samfélagsins ættu stjórnvöld þar að birta nöfn og myndir af þessum ofbeldismönnum.

Aðgerðirnar sem innanríkisráðherrann RPN Singh boðaði að verði gripið til og mjög skiptar skoðanir eru um eiga að hefjast í Delhi þar sem æfareiðir mótmælendur halda enn áfram mótmælum sínum vegna hópnauðgunar sem framin var fyrir 10 dögum. Þá nauðgaði hópur karla  23 ára gamalli stúlku sem var við nám í sjúkraþjálfun í margar klukkustundir og veittu henni Iífshættulega áverka. Hún var flutt á sérhæft sjúkrahús í Singapore þar sem hún lést af áverkunum. Lögreglustjórar og embættismenn áttu fund með aðgerðarsinnum á föstudag til að ræða hvernig best væri að hrinda taka á málum.

Singh greindi frá því að byrjað væri að bera kennsl á nauðgarana og yrðu myndir af þeim, nöfn  og heimilisföng birt á vef lögreglunnar í Delhi.

Ýmsir óttast að ráðist verði á nauðgarana þegar vitað er hverjir þeir eru. Aðrir benda á að ekki fái nema fjórðungur nauðgara dóm fyrir gerðir sínar og í mjög mörgum tilvikum taki það mörg ár að fá nauðgunarmál tekið fyrir dóm. Meiri hluti nauðgara sé aldrei kærður og þess vegna hafi þessi aðgerð mjög takmörkuð áhrif. Samtök sem berjast fyrir réttindum kvenna styðja  samt hugmyndina.

“Það er alveg rétt að viss hætta er á að ráðist verði á mennina en nú eru það fórnarlömbin sem þjást og líða skömm og útskúfun,” sagði Ranjana Kumari, sem stjórnar samfélagsrannsóknum í Dehli.  “Sú sem var nauðgað getur t.d. ekki gift sig.  Við verðum að sjá til þess að nauðgarinn skammist sín og þjáist. Hann á ekki að fá vinnu eða geta fengið húsaskjól. Það þarf að gera hann útlægan úr samfélaginu. Það er áhrifamikið að láta alla vita hver framdi verknaðinn.“

Hvarvetna á Indlandi eru yfirvöld gagnrýnd harðlega fyrir  aðgerðarleysi og handarbakavinnubrögð við að koma í veg fyrir verknaði eins og nauðgunina sem átti sér stað á sunnudagskvöldið í almenningsvagni á alfaraleið. Myndir og yfirlýsingar á mótmælaspjöldum sem fólk hefur haldið á loft við þinghús, forsetabústaðinn og skrifstofur embættismanna vitna um áhuga- og afskiptaleysi stjórnavalda sem lætur sig örlög borgaranna engu varða.

Fyrr í vikunni varð Abhijit Mukherjee, sonur forsetans og auk þess þingmaður  Congress flokksins að biðjast afsökunar á orðum sínum þegar hann sagði að mótmælendur væru ekki annað en „veruleikafirrtar, uppstrýlaðar kvensur sem hefðu ekkert betra en þetta við tímann að gera“. Þessi atburður hefur leitt í ljós að í  samfélaginu á Indlandi eru djúpar gjár. Talað er um nauðgunina sem „kvöldstríðni“.  Kynferðisáreiti á Indlandi er farlaldur og þeim sem verða fyrir nauðgunum er kerfisbundið kennt um enda „séu þær óábyrgar og hafi ekki hagað sér eins og sæmir Indverjum“.

Lögreglan ansar ekki kvörtunum um kynferðisofbeldi og hefur ráðlagt konum að verjast með því að henda chilli kryddi á nauðgarana.

“Indland er nú um stundir í einskonar samfélagslegum ljósaskiptum. Hefðbundin viðmið hafa misst gildi sitt en nútímaleg gildi sem byggja á frelsi og sjálfstæði einstaklingsins hafa enn ekki ná að festa rætur“ stóð nýlega í virtu indversku dagblaði.

Hér sjáum við ungu konuna sem lést af sárum sínum eftir hrottalega nauðgun.

Í hópi mannanna sex sem frömdu ódæðið í Dehli voru m.a. bílstjóri sem ók leyfislausum langferðabíl, grænmetissali og starfsmaður í íþróttasal. Þeir höfðu alist upp úti á landi og fluttu þaðan til höfuðborgarinnar. Af því að blöðin hafa vakið athygli á þessu mikla ofbeldi gegn konum er nú farið að segja frá því í aðalblöðunum en ekki bara í staðarblöðum eða það sem venjulegra var – að þegja bara yfir því

Nýlega var á öllum aðalsjónvarpsstöðvunum sagt frá því að 18 ára stúlka hefði fyrirfarið sér eftir að hún hafði orðið fyrir nauðgun. Fjölskylda stúlkunnar greindi frá þvi að þegar hún kærði þrjá menn úr þorpinu fyrir að hafa nauðgað sér hafi  lögreglumennirnir rekið upp fagnaðaróp.  Yfirmenn á lögreglustöðinni  hafa viðurkennt að þeir hafi ekki skráð þetta tilvik fyrr en stúlkan var búin að svifta sig lífi.

Í Bhopal gerðist það fyrir sex vikum að 21 árs gömul stúlka sem átti erindi á skrifstofu fullorðins þingmanns var nauðgað þar.

Mótmælendur krefjast þess meðal annars að refsingar við nauðgunum verði hertar og að jafnvel verði beitt dauðarefsingum. Í raun er allt í lagi með lögin sem eiga að vernda konur á Indlandi en það er framkvæmd laganna sem ekki er í lagi.

Kumari, ein þeirra kvenna sem hefur barist fyrir skráningu allra kynferðisofbeldismanna sagðist ánægð með áform stjórnvalda en hún væri hins vegar vonsvikin yfir því að dregið væri úr fjárfamlagi til að raungera áætlanirnar.

“Hvernig verður hægt að koma þessu í framkvæmd ef ekki fæst fé til verkefnisins? Hér vantar algerlega að forgangsraða,” sagði hún

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here