Pete Davidson komin með nýja stúlku upp á arminn

Pete Davidson sást á dögunum með nýja skvísu upp á arminn, en seinasta konan sem hann átti að vera að hitta var Emily Ratajkowski, en þau hafa ekki sést saman í svolítinn tíma.

Pete var að versla í Whole Foods í Brooklyn í gær með huldukonu sem ekki er alveg vitað hver er en talið er að sé Chase Sui Wonders.

Þau ætluðu alls ekki að láta þekkja sig en Pete hefur oft verið í þessum jakka svo hann þekkist auðveldlega af honum. Hann var í þessum sama jakka á fimmtudaginn á leik hjá Rangers þar sem hann var einmitt staddur, með Chase.

Samkvæmt heimildarmann TMZ eru Pete og Chase góðir vinir og hafa verið það síðan þau voru saman við tökur á „Bodies, Bodies, Bodies“. Þau séu mjög oft að hanga saman en séu alls ekki par.

Sjá einnig:

SHARE