Rjómapönnukökur

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni.

Rjómapönnukökur

250gr hveiti
2 tsk lyftiduft
1 msk hunang
hnífsoddur salt
1/2 vanillustöng
7 dl mjólk
1 egg
4 msk brætt smjör
þeyttur rjómi
sulta að eigin vali
fersk ber

Blandaðu saman í skál þurrefnunum og helltu mjólkinni út í, byrjaðu á um 5 dl. Settu nú eggið, hunang og brætt smjör út í og hrærðu vel. Taktu fræin innan úr hálfri vanillustöng og settu út í.

Hrærðu vel með písk til að deigið verði alveg kekkjalaust og bættu afgangnum af mjólkinni saman við.

Steiktu á pönnu þunnar kökur og láttu kólna áður en þú fyllir þær með rjóma, sultu og berjum.

Berðu fram á fallegustu diskunum sem þú átt og njóttu.

Endilega smellið einu like-i á

SHARE