Sæt kartöflu- og gulrótasúpa

Það var komin tími á að fara aðeins yfir ísskápinn og passa að engin matvæli skemmist eða renni út á tíma. Ég átti þarna eina stóra sæta kartöflu og gulrætur sem áttu ekki langt eftir.Sem sagt tilvalið hráefni í matmikla og góða súpu.

Uppskrift.

(Uppskrift fyrir fjóra)

  • Sæt kartafla – 600 gr.
  • Gulrætur – 200 gr
  • Hvítlauksgeirar – 2
  • Olívuolía – 2 msk
  • Ferskt engifer(rifið) – c.a. 1 msk
  • Kjúklingateningakraftur – 2 (má vera grænmetis)
  • vatn – 1 líter
  • Hnetusmjör – 2 msk(kúfaðar)
  • Salt – 1,5 tsk
  • Pipar – 1 tsk (eftir smekk)
  • Cayenne pipar – 0,5 tsk (má sleppa)
  • Kókósmjólk – 1 dós (400ml)

Aðferð:

  • Skerið sætu kartöflurnar og gulræturnar í frekar þunna og litla bita.
  • Byrjið á því að steikja hvítlaukinn uppúr olíunni í potti. Passa samt að hann brenni ekki.
  • Leysið kjúklingakraftinn uppí vatninu og setja svo yfir í pottinn.
  • Næst má í raun setja allt hráefnið ofan í og ná upp suðu. Lækkið þá niður í miðlungs hita og leyfið að sjóða í allavegna 15 min. Eða þar til kartöflurnar og gulræturnar eru orðnar mjúkar og soðnar í gegn.
  • Látið súpuna kolna örlítið og hellið henni svo yfir í matvinnsluvél og maukið niður þar til að hún er bitalaus. Ef þið eigið töfrasprota er nóg að gera þetta bara í pottinum.
  • Setjið súpuna aftur yfir í pottinn og hitið upp hæfilega.
  • Hægt er að stjórna svolítið hversu sterka maður vill hafa súpuna. Engiferið rífa svolítið í og svo getur maður set örlítið af Cayenne pipar fyrir “lengra komna”

Ég saxaðu svo niður smá af pekanhnetum og blaðlauk og stráði yfir súpuna. Ef fólki finnst hún of sterk er alltaf gott að hafa sýrðan rjóma við hendina.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here