Sambandsráð frá fráskildum manni

Gerald Rogers er sálfræðingur sem hefur gengið í gegnum skilnað. Hann skrifaði ótrúlega flotta færslu á Facebook hjá sérum lífið, ástina, sambönd og skilnað. Hann byrjaði á að segja: „Eftir að ég missti konuna sem ég elska og 16 ára hjónaband hef ég lært nokkuð sem ég vildi að ég hefði vitað fyrir.“

Þetta eru sambandsráðin sem hann vill gefa sem gætu minnkað líkur á skilnaði:

1. Veldu ástina

Þegar upp er staðið er þetta eina ráðið sem þú þarft að vita, svona eiginlega.

Ef þetta er rauði þráðurinn í gegnum sambandið mun ekkert ógna hamingjunni í hjónabandinu. Ástin sigrar allt.

2. Ekki stressa þig um of vegna peninga

Finnið leið til að hjálpast að við að eignast peninga og vinnið að þessu saman. Það er aldrei gott að rífast við „samstarfsfélaga“ sína. Finnið leið til þess að nota styrkleika ykkar til hagsbóta fyrir ykkur bæði.

3. Þið verðið að þroskast saman

Stöðnun er aldrei góð og „stöðugt flæði“ heldur öllu fersku og skemmtilegu. Rýrnun á sér stað þegar vöðvar eru ekki notaðir og það sama gerist í ástarsamböndum ef maður er ekki að vinna í sambandinu. Finnið ykkur sameiginleg markmið og drauma í gegnum lífið.

4. Leyfðu þér að vera berskjölduð/daður

Þú þarft ekki að hafa alltaf, allt á hreinu. Vertu tilbúin/n að segja frá því sem þú óttast og hvernig þér líður og viðurkenndu mistök þín.

Sjá einnig: 4 særandi hlutir sem foreldrar segja oft við börnin sín

5. Vertu opin/n og einlæg/ur

Ef þú vilt hafa traust verður þú að vera tilbúin/n að deila ÖLLU, sérstaklega því sem þig langar ekki til að deila.

Það þarf hugrekki til að elska, opna hjarta þitt og hleypa manneskju inn að þér og sýna þinn innri mann með kostum og göllum. Láttu grímuna falla.

Ef þér finnst eins og þú verðir að vera með grímu kringum maka þinn og láta eins og þú sért betri en þú ert, finnurðu aldrei fyrir þeirri djúpu tilfinningu sem ástin er.

6. Ekki vera vitlaus

Ekki vera asni og ekki vera hræddur við að vera asni heldur. Þú munt gera mistök og maki þinn líka. Reyndu að gera of stór mistök og lærðu af þeim sem þú gerir. Þú átt ekki að vera fullkomin/n en reyndu að vera ekki of vitlaus.

7. Stefnumótin hætta aldrei

Aldrei, nokkurntímann taka maka þínum sem gefnum hlut. Þegar þið genguð í hjónaband lofaðir þú þessari manneskju að passa upp á hjarta hennar og verndaðu það með öllum ráðum.

Það er mjög mikilvægt að passa upp á hvort annað. Þið völduð hvort annað af ástæðu. Aldrei láta letina koma í veg fyrir að þið ræktið ástina.

Sjá einnig: 12 ráð fyrir þá sem eru að fara að gifta sig

8. Passaðu upp á hjartað þitt

Rétt eins og þú lofaðir að passa upp á hjarta maka þíns verður þú að passa upp á þitt eigið hjarta líka. Elskaðu sjálfa/n þig, heiminn í kringum þig og geymdu alltaf sérstakan stað í hjarta þínu sem er bara fyrir maka þinn.

Hafðu þennan stað alltaf til að taka á móti henni, hlusta á hana og enginn annar fær aðgang að þessum stað.

9. Reyndu að falla aftur og aftur fyrir makanum þínum

Þið eruð stanslaust að breytast. Þið eruð ekki sama fólkið og þegar þið genguð í hjónaband og eftir 5 ár verðið þið ekki sama fólkið og þið eruð í dag. Þegar breytingar verða verðið þið aftur og aftur að velja hvort annað.

Maki þinn þarf ekkert að velja þig og ef þú passar ekki upp á hjart hans/hennar, gæti hún farið að gefa öðrum aðgang að hjarta sínu og loka á þig. Reyndu að vinna hjarta hans/hennar aftur og aftur.

Heimildir: Yourtango.com

SHARE