Sambandsslit – Hvað gera vinirnir?

Þegar fólk hættir saman er það oft ekki bara erfitt fyrir parið sjálft, heldur hefur það áhrif á alla í kringum það. Það er endalaust til af greinum á netinu þar sem fjallað er um sambandsslit, hvernig maður eigi að komast yfir ástarsorg og hvað eina. En hvað gerist þegar fólk skilur og hættir saman, hvað gerist þegar þú átt “vinapar” sem hættir saman?

Það getur verið virkilega erfið aðstaða þegar vinir manns slíta samvistum vegna þess að oft á tíðum hafa myndast vinatengls milli þín og maka vinar eða vinkonu. Það er líka oft bæði erfitt og vandræðalegt þegar þú og kærastinn eigið góð vinapör sem þið hafið eytt mörgum góðum stundum með, kærastinn getur verið góður vinur karlsins og þú góð vinkona konunnar, hvernig verður þetta í næstu veislu? hvorum eigum við að bjóða? eigum við að bjóða þeim báðum, eigum við bara alveg að sleppa því að bjóða þeim eða þurfum við að velja? þetta eru spurningar sem ég veit að margir spyrja sig í þessari aðstöðu og fólk veit oft ekki alveg hvernig það á að snúa sér.

Hvaða reglur gilda?
Auðvitað eru engar reglur um þetta, en ég held, og mér hefur sýnst að það sé óskrifuð regla að “sá sem þú þekktir fyrst” fái að hanga inn á gestalistanum í næstu veislu. Það er eiginlega líka óskrifuð regla að ef vinkona þín hættir með kærastanum sem hún sagði að hefði komið illa fram þá stendur þú með henni og ert ekki að umgangast hennar fyrrverandi þrátt fyrir að þér hugsanlega líki ágætlega við hann.

Svo er það líka þessi staða sem margir lenda í. Að eiga vininn eða vinkonuna sem er í sambandi sem er alltaf on/off. Þá er það þannig að allt fer upp í háaloft af og til og þú heyrir vinkonuna eða vininn tala um hvað fyrrverandi/stundum núverandi maki þeirra sé mikill hálfviti. Á einhverjum tímapunkti ert þú jafnvel búin/n að segja ljóta hluti um þennan hræðilega fyrrverandi maka og ert farin að kunna illa við hann. Það næsta sem þú veist er svo það að þau eru byrjuð saman aftur, and there it goes again!

Nú þarft þú bara að brosa og láta eins og ekkert hafi ískorist og bjóða þessum “hálfvita” heim til þín í partý og vera ofsalega kurteis.

Vesen!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here