Siggi Gunnars pælir í Eurovision – Fyrsti undanriðill að baki!

Þá Eurovisionveislan formlega hafin og fyrsti undanriðill að baki! Úrslitin voru að nokkru leyti óvænt sé tekið mið af spám fyrir keppnina en einnig ef sé tekið mið af kosningaminstri og pólitík. Öll gömlu löndin úr gömlu Sovétríkjunum komust áfram upp úr undankeppninni, Sovétríkin hafa ekki verið jafn öflug í nágranna kosningu og Júgóslavíu löndin gömlu en það merkilega gerðist að öll löndin sem tilheyrðu Júgóslavíu urðu eftir í kvöld. Svo komust pólitísk eylönd eins og Holland og Belgía áfram í kvöld, en þeim hefur yfirleitt ekki gengið mjög vel og ert þetta í fyrsta skipti í 8 ár sem Holland fer upp! Þessi lönd hafa heldur aldrei notið góðs af sérstakri tengingu við eitthvað ákveðið land eins og t.d. við sem höfum alltaf norræna blóðið til að hjálpa okkur! Bretland fékk að kjósa í kvöld sem hafði eflaust einhver áhrif á velgengni írska lagsins. Litháen komst óvænt áfram í kvöld, en þar kemur væntanlega inn einhver Sovét tenging auk þess sem Litháar eru líka töluvert dreyfðari um Evrópu en okkur grunar, t.d. komst alveg grútlélegt lag sem þeir sendu inn í fyrra áfram upp úr undankeppinni þá.

Svona lítur hið pólitíska Eurovision landslag því út eftir kvöldið. Að lokum verður að segjast að gaman var að sjá ballöðuna frá Eistum fara áfram í kvöld, en þar var sungið á Eistnesku. Það gefur manni auknar vonir um að kannski er það bara málið að syngja á móðurmálinu og verður maður því nokkuð bjartsýnni fyrir hönd Eyþórs og co!

En lítum nú á lögin sem komust áfram!

Danmörk
Það eru allir að spá Danmörk sigri þessa dagana. Þetta er orðið tískulag ársins, “já ég held að Danir taki þetta”, segir annar hver maður. Hún er a.m.k. komin í bullandi séns eftir að hún komst áfram í kvöld. Hún Emmelie blessunin er alveg massa smámælt og krúttleg með danska hreiminn sinn og já það getur allt gerst hjá henni á laugardaginn!

Rússland
Jesús minn! Mother Russia mætir með “öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir lag” og setur þrefalt Evrópumet í væmni. Þetta lag flaug auðvitað áfram eins og allt sem Rússland sendir inn og verður pottþétt í Topp 10 á laugardaginn.

Úkraína
Hvað er að frétta af þessum risa!!!? Hann einn réttlætir að þetta sigri keppnina… samt ekki! Þetta er ekki sterkasta lagið frá Úkraínu en sleppur alveg, þeir verða örugglega í Topp 10.

Holland
Mega stjarnan Anouk mætir hér með mjög sérstakt lag sem hún flutti vel. Hver veit hvað gerist á laugardaginn, þrátt fyrir að lagið sé kúl held ég að það skili sér ekki alla leið að sjálfu úrslitakvöldinu og verði í kringum 15 sætið…

Moldóva
A-Evrópsk ballaða á heimsmælikvarða, svona Eurovision-lumma! Moldóva er vel staðsett pólitískt séð og verður ekki í vandræðum í að ná í nokkur stig á laugardaginn.

Írland
Þeir settu 5 falt heimsmet í spray tani innanhúss í þessu lagi hans Ryan Dolan, sem er svona steindauð dansblaðra sem var samt alveg að virka…. ef þið skiljið mig?…. Þeir verða þó ekki ofarlega á laugardaginn!

Litháen
Siggi Davíðs fyrrverandi enskukennarinn minn í grunnskóla hefði örugglega hent söngvara þess lags öfugum út á gang máfræðilega frammistöðu sína í þessu lagi í kvöld. Jesús minn… þvílík hallærislegheit. Þetta smaug væntanlega áfram inn í lokakeppnina og ég spái þessu sæti neðasta sætinu!!!

Belgía
Steindauð dansblaðra sem var samt alveg meinlaus, Belgía er hinsvegar svo aleitt í Eurovision-landslaginu líkt og Holland að það gæti reynst honum Roberto Bellarosa að hala inn stigum…

Eistland
Eins og ég sagði hér að ofan þá var gaman að sjá þetta lag fara áfram. Þetta lag hefur eflaust vegið þungt hjá dómnefndinni, alveg þannig lag. Krúttlegt og sætt, enganveiginn hægt að spá fyrir um gengi þess strax…

Hvíta-Rússland
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA!? Hvíta-Rússland mætir hér með 10 ára gamalt númer og falska söngkonu en kemst áfram af því að einhverjum hefur væntanlega fundist smá stuð í þessu. Þetta á ekki eftir að ríða feitum hesti frá laugardagskvöldinu!

Hvað finnst þér um keppni kvöldsins, það væri gaman að heyra þína skoðun í kommentum hér að neðan!

Nú er bara að sjá hvað gerist á fimmtudaginn! Við fjöllum frekar um Eurovision hér á hun.is – fylgist með! 🙂

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here