Stjörnudómarinn úr hæfileikakeppnum á borð við The X Factor, Britain’s Got Talent og American Idol sást spássera um ströndina á Barbados ásamt unnustunni Lauren Silverman.
Simon Cowell, sem er orðinn 55 ára, er greinilega enn í nokkuð góðu formi og þótti ekki tiltöku mál að rölta um ber að ofan þegar parið fór með hundana sína tvo í göngutúr meðfram ströndinni.
Lauren Silverman sem er 37 ára var gift fyrrverandi vini Simon Cowell, Andrew Silverman, og kom sonur þeirra Simon og Lauren undir í framhjáhaldi á meðan að Lauren var enn gift Andrew. Segist Simon sjá eftir því að sambandið hafi byrjað með þessum hætti.
Þau Simon og Lauren eiga nú saman soninn Eric en fyrir á Lauren soninn Adam með fyrrverandi eiginmanni sínum Andrew Silverman.
Heimild: Just Jared
Tengdar greinar:
Simon Cowell: „Hún er kynþokkafyllsta kona sem ég hef séð
Sjáðu fyrstu myndirnar af syni Simon Cowell
Simon Cowell fór með tíu daga gamlan son sinn á sólarströnd – sjáðu myndirnar