Hönnuðurnir Craig Chevalier og Claudia Leccacorvi sáu um hönnunina á þessu fallega húsi í Vancouver í Canada. Húsið var reist 2012 og kostaði rúmar 7 milljónir dollara.  Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi. Stíllinn er í mýkri kantinum, hlýlegar viðarinnréttingar á móti rjómalitum á veggjum og í húsgögnum. Falleg múrsteinaklæðning setur skemmtilegan svip á rýmin. Gler í stigagangi kemur með nútímalegan modernisma á móti ljúfum tónum og gengur samspilið vel upp. Baðkar út á miðju gólfi hleypir lífi í rýmið enda hægt að njóta útsýnisins beint úr baðkarinu. Í stofunni eru mildu litirnir brotnir upp með litríkum púðum og fleiru. Þá heillar einnig falleg ljós sem hanga í anddyrinu og varpa án efa vissum sjarma á veggina á þessu opna svæði í húsinu þar sem lofthæðin er mikil og ber því þessa stærð af ljósum.

 

 

 

SHARE