Nýlega fjölluðum við um Sweat Spa hjá Even Labs í Faxafeni. Þar er boðið upp á fleiri meðferðir og ein af þeim er Normatec sogæðanudd, eða þrýstimeðferð.

Fyrir utan hvað það er þægilegt að láta nudda sig í þessari meðferð, þá er meðferðin mjög góð fyrir líkamann. Ábatar af meðferðinni eru meðal annars:

 • Hefur góð áhrif á blóðrás og sogæðakerfi
 • Minnkar bjúg og bólgur
 • Minnka appelsínuhúð
 • Minnkar líkur á æðahnútum
 • Flýtir endurheimt eftir æfingar
 • Kemur í veg fyrir harðsperrur
 • Minnkar verki í vöðvum
 • Eykur árangur í íþróttum
 • Aukinn liðleiki og hreyfanleiki
 • Fjarlægir líkamann við mjólkursýrur og önnur efni sem safnast upp á æfingum
 • Minnkar vöðvaþreytu

Hér um bil allir atvinnumenn í íþróttum fara reglulega í Normatec meðferð, sem staðfestir að þessi meðferð hefur mjög góð áhrif á líkamann. Hjá Even Labs er hægt er að fá meðferðina á fætur, mjaðmir eða hendur.

Sjá einnig: Húsráð: Þrif á gleri í sturtum

Það er óhætt að mæla með Normatec meðferðinn hjá Even Labs. Þetta er ekki bara gott fyrir líkamann, heldur líka mjög þægilegt!

SHARE