Stelpur Rokka! – Tónlistarverkefni fyrir stúlkur í sumar

Hjálpaðu að bjóða stelpum frá efnaminni fjölskyldum í Reykjavík og á Akureyri að koma í rokkbúðir á vegum Stelpur rokka! í sumar án þess að borga þátttökugjald. Þau stefna að því að geta boðið upp á allt að tíu pláss sem verða niðurgreidd að miklu eða öllu leyti.

Stelpur rokka! er sjálfboðaverkefni sem starfar ekki í hagnaðarskyni og reiðir sig á styrki og einstaklingsframlög til þess að geta boðið stelpum í rokkbúðirnar. Í rokkbúðunum læra stelpurnar á hljóðfæri, spila í hljómsveit, taka þátt í skemmtilegum vinnusmiðjum um konur og tónlist og spila frumsamið lag á lokatónleikum.

stelpu Rokk 3

Stelpur Rokka! er tónlistarverkefni sem miðar að því að efla og styrkja ungar stelpur til þess að láta hæfileika sína og rödd heyrast í íslenskri tónlistarsenu. Stelpur rokka! héldu mánaðarlangar rokkbúðir fyrir 35 stelpur á aldrinum 12 til 16 ára í júlí síðastliðnum og gengu rokkbúðirnar vonum framar. Stúlkurnar mynduðu 7 hljómsveitir og komu fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal fjölskyldu og vina.

Í sumar verða rokkbúðir haldnar bæði á Akureyri og í Reykjavík. Við stefnum á að bjóða 60 stelpum að rokka með okkur í sumar.  Boðið verður upp á mánaðarlangt námskeið fyrir 40 stelpur, frá 18. júní – 12. júlí í Reykjavík, og vikulangt námskeið á Akureyri 10. – 14 júní fyrir 20 stelpur.

Hver stelpa velur sér hljóðfæri við upphaf námskeiðs og mynda stelpurnar hljómsveitir út frá því vali. Stúlkurnar fá bæði leiðsögn á valið hljóðfæri og leiðsögn í að spila saman í hljómsveit. Með hverjum hljómsveitarhópi vinna tveir kvenkyns sjálfboðaliðar sem veita leiðsögn í hljóðfæraleik, leiðbeina við lagasmíðar og aðstoða hljómsveitirnar við að æfa saman. Leiðbeinendur munu einnig skipuleggja kynningar og umræður um femíníska nálgun á ýmis tónlistartengd málefni á meðan á búðunum stendur. Á æfingatímabilinu munu íslenskar tónlistarkonur heimsækja búðirnar og veita stúlkunum hvatningu og gefa uppbyggileg ráð varðandi tónlistarsköpun og flutning. Í lok búðana verða svo haldnir tónleikar þar sem hljómsveitirnar flytja frumsamin lög.

Stelpur rokka! munu halda áfram að reiða sig á styrki og einstaklingsframlög til þess að halda rokkbúðirnar. Á þann hátt getum við haldið námskeiðskostnaði í lágmarki, en jafnframt leggjum við metnað í að vera eitt af fáum verkefnum á Íslandi sem vísar engum þátttakanda frá vegna fjárskorts. Sú stefna gaf mjög góða raun í fyrra og gátum við boðið nokkrum stúlkum pláss sem annars hefðu ekki átt kost á að sækja námskeiðið. Stefnan er í samræmi við markmið okkar að mismuna engri stúlku sökum fjárhags, kynhneigðar, trú, uppruna eða tungumáls. Átaksverkefni þessa árs er að kynna rokkbúðirnar vel fyrir stelpum af erlendum uppruna.

Stelpu Rokk 2

Markmið okkar er að bjóða enn fleiri stelpum upp á niðurgreiðslu að miklu eða öllu leyti í sumar. Til að ná því markmiði leitum við til einstaklinga sem trúa á rokkbúðastarfið og vilja leggja sitt lóð á vogarskálarnar við að hjálpa stelpum að rokka. Í sumar viljum við geta boðið allt að tíu stelpum niðurgreidd eða ókeypis pláss í búðirnar.

Sjá nánar hér þetta flotta verkefni.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here